Fréttir frá 2005

05 30. 2005

Héraðsdómur endurskoðar dóm sinn

Fyrir nokkru endursendi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms þar sem hann sýknaði fyrrv. skólastjóra að nokkru um ákæru saksóknara, en dæmdi hann í 2ja mánaða fangelsi skilorðsbundið fyrir skjalafals. Hæstiréttur taldi að Héraðsdómur hefði ekki tekið tillit til allra framlagðra gagna við sýknudóminn.  Nú dæmdi Héraðsdómur skólastjórann í 2ja ára fangelsi og ekkert skilorð Fyrir nokkru endursendi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms þar sem hann sýknaði fyrrv. skólastjóra að nokkru um ákæru saksóknara, en dæmdi hann í 2ja mánaða fangelsi skilorðsbundið fyrir skjalafals. Hæstiréttur taldi að Héraðsdómur hefði ekki tekið tillit til allra framlagðra gagna við sýknudóminn.  Nú dæmdi Héraðsdómur skólastjórann í 2ja ára fangelsi og ekkert skilorð Í niðurstöðu Hérðasdóms kemur ma fram : Brot ákærða verður að telja stórfelld, en hann hefur verið sakfelldur fyrir að hafa á 8 ára tímabili dregið sér tæplega 28.000.000 króna af gjaldi sem renna átti til endurmenntunar innan rafiðnaðarins. Þá hefur hann verið sakfelldur fyrir skjalafals og fjársvik sem tengdust starfi hans sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans.  Brotin eru trúnaðarbrot, en honum var falið að leiða og bera ábyrgð á umtalsverðum endur­bótum á menntakerfi rafiðnaðarins, nýjungum því samfara og fjármunum sem til þurfti. Brot ákærða voru skipulögð, en hann nýtti sér þá stöðu að menntakerfið þandist hratt út á þessum árum. Brotin voru framin með leynd, en ákærði nýtti sér þá stöðu að samferðamenn hans höfðu ekki þá yfirsýn á þessum tíma sem til þurfti yfir hvernig fjármunum væri ráðstafað. Hefur ákærði að engu leyti bætt það fjártjón sem brot hans leiddu af sér. Með vísan til þessa er refsing hans ákveðin fangelsi í tvö ár. Ekki eru efni til að binda refsinguna skilorði. Málið er mikið að umfangi og hefur tekið nokkurn tíma í meðförum. Miðað við þennan málatilbúnað verður ekki talið að það hafi dregist umfram það sem eðlilegt má telja þannig að áhrif hafi á refsingu. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?