Fréttir frá 2005

05 31. 2005

Vegna dóma skólastjórans

Einhvers miskilnings virðist gæta vegna dóma fyrrv. skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Í gær var dæmt í sakamáli sem saksóknari höfðaði gegn honum, það er ekki eina málið sem höfðað hefur verið gegn honum. Eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði innheimtumál fyrir héraðsdómi þar sem krafist var endurgreiðslu 32 millj. kr. ásamt vöxtum. Nefndin vann það mál og var skólastjórinn dæmdur til þess að endurgreiða allt það fé sem hann hafði dregið sér af fjármunum nefndarinnar með vöxtum og vaxtavöxtum. Það mál er með öllu óskylt sakamálinu og bíður staðfestingar Hæstaréttar, sem mun taka það á dagskrá innan tíðar.    

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?