Fréttir frá 2005

06 16. 2005

Lausar vikur - í Orlofshúsavef - fyrstur kemur fyrstur fær!

Tekið hefur verið í notkun ný útgáfa af orlofshúsakerfi Rafiðnaðarsambandsins eins og félagsmenn hafa orðið varir við að undanförnu.  Þar er hægt að sjá hvað laust er í húsunum þá stundina og bóka um leið.  Nauðsynlegt er að gefa upp umbeðnar upplýsingar við notkun vefsins.Tekið hefur verið í notkun ný útgáfa af orlofshúsakerfi Rafiðnaðarsambandsins eins og félagsmenn hafa orðið varir við að undanförnu.  Þar er hægt að sjá hvað laust er í húsunum þá stundina og bóka um leið.  Nauðsynlegt er að gefa upp umbeðnar upplýsingar við notkun vefsins. Helsta nýungin er sú að nú er hægt að panta, greiða með kreditkorti og prenta út leigusamning heima við tölvuna.  Félagar fara inná orlofsvefinn, slá inn kennitölu sína og netfang. Síðan er smellt á  laust eða lausar vikur og síðan leiðir kerfið mann áfram þar til bókun og greiðslu er lokið  og ekkert eftir nema láta sig hlakka til.  Þeir sem ekki eiga þess kost að gera þetta sjálfir á netinu geta sem fyrr hringt á skrifstofuna.  Nú er komið inná vefinn það sem er laust í sumar og gildir "fyrstur kemur fyrstur fær" MUNIÐ:  Afsláttarmiðana  í Hvalfjarðargöngin seldir á skrifstofunni, kr. 600.- ein ferð. Gistimiðar á Fosshótelin  um land allt  og afsláttarverð hjá Hótel Vík, Síðumúla, Reykjavík  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?