Fréttir frá 2005

07 11. 2005

Vinna við nýja línu í Hvalfjörð að hefjast

Vinna við reisingu á nýrri línu frá Sultartanga í Hvalfjörð vegna stækkunar Norðuráls er að fara í fullan gang. Slóvenska fyrirtækið Elektro Holding er með verkefnið. Reiknað er með að um 120 manns vinni við það. Um er að ræða rafiðnaðarmenn sem sjá um að reisa möstrin og strekkja út línurnar og járniðnaðarmenn sem sjá um samsetningar á möstrunum. Verkefnið verður unnið í tveim áföngum, sá fyrri í sumar og fram á haustið. Línulagningunni verður svo lokið næsta sumar. Fyrirtækið hefur samið við Deliotte hér á landi til þess að annast öll launauppgjör og samskipti við stéttarfélög og opinbera aðila.Vinna við reisingu á nýrri línu frá Sultartanga í Hvalfjörð vegna stækkunar Norðuráls er að fara í fullan gang. Slóvenska fyrirtækið Elektro Holding er með verkefnið. Reiknað er með að um 120 manns vinni við það. Um er að ræða rafiðnaðarmenn sem sjá um að reisa möstrin og strekkja út línurnar og járniðnaðarmenn sem sjá um samsetningar á möstrunum. Verkefnið verður unnið í tveim áföngum, sá fyrri í sumar og fram á haustið. Línulagningunni verður svo lokið næsta sumar. Fyrirtækið hefur samið við Deliotte hér á landi til þess að annast öll launauppgjör og samskipti við stéttarfélög og opinbera aðila.   Í vor hafa íslensk verktakafyrirtæki unnið við vegalagningar á hálsunum ofan Hvalfjarðar og Þingvalla og austur eftir. Línan mun fara að austan um svipað svæði ofanbyggða í Árnessýslu og núverandi lína til Grundartanga. Deliotte auglýsti störf við línuna nýlega. RSÍ er kunnugt um að nokkrir íslenskir línumenn og rafveituvirkjar fóru og kynntu sér starfs- og launakjör. Greitt verður samkvæmt lágmarkslaunum kjarasamnings og virðist það ekki duga til þess að íslendingarnir fari úr núverandi störfum sínum til þess að vinna við þetta verkefni. Gögn vegna 40 rafiðnaðarmanna sem eru starfsmenn Elektro hafa verið undanfarna daga til skoðunar hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og hafa þau verið send til Menntamálaráðuneytisins sem hefur með endanlega afgreiðslu að gera. Fyrir helgina komu svo gögn til Fræðsluskrifstofunar vegna 24 rafiðnaðarmanna til viðbótar. Um er að ræða rafiðnaðarmenn sem koma frá Slóveníu og Króatíu.   Ekki virðist vera ástæða til þess á þessu stigi að reikna með öðru en að Elektro ætli sér í samvinnu við Deliotte að standa eðlilega að öllum launa- og kjaratengdum atriðum. En á fundum RSÍ með fulltrúum Elektro í vor kom fram gagnrýni á hversu skammur tími er ætlaður til þess að undirbúa aðstöðu þeirra sem eiga að vinna við verkefnið. Þessi gagnrýni hefur ítrekað komið upp undanfarin misseri, eins og var mjög áberandi við Kárahnjúka  og Vatnsfell. Það verður vitanlega að gefa fyrirtækjunum tíma í verktíma til þess að byggja upp viðunandi vinnubúðir fyrir starfsmenn. Það gengur alls ekki að slík vinna eigi að fara fram samfara því að vinna við verkefnin eiga að vera kominn á fullt. 11.07.05 GG

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?