Fréttir frá 2005

08 2. 2005

Ósvífinn útúrsnúningur blaðafulltrúa Impregilo.

Í kvöldfréttum í kvöld kom blaðafulltrúi Impregilo og þóttist vera svara því sem kom fram í grein hjá mér sem birt var á heimasíðu RSÍ um 29. júlí og fjallað var um í hádegisfréttum útvarps í dag. Blaðafulltrúinn svaraði engu af því sem ég sagði og klikkir svo til viðbótar út með því að gera mér upp ummæli sem ég hef aldrei viðhaft. Í kvöldfréttum í kvöld kom blaðafulltrúi Impregilo og þóttist vera svara því sem kom fram í grein hjá mér sem birt var á heimasíðu RSÍ um 29. júlí og fjallað var um í hádegisfréttum útvarps í dag. Blaðafulltrúinn svaraði engu af því sem ég sagði og klikkar svo til viðbótar út með því að gera mér upp ummæli sem ég hef aldrei viðhaft.   Hann fullyrti að í dag væru allir starfsmenn Impregilo með tilskilinn réttindi. Hér reynir blaðafulltrúinn að þyrla upp sama rykskýi og minnst er á í greininni að Félagsmálaráðherra hafi gert vorið 2004 á Alþingi. Hér er úrdráttur úr athugasemd sem birt var hér á heimasíðunni í kjölfar svars Félagsmálaráðherra við fyrirspurn Össurs Skarphéðinssonar. Þá hafði verkalýðshreyfingin árangurslaust reynt mánuðum saman að fá lögregluna til þess að fara yfir og skoða iðnréttindi og önnur starfsréttindi erlendra starfsmanna, eins og fjallað er um í greininni. Félagsmálaráðherra vék sér á sínum tíma undan því að svara hve lengi menn hefðu verið að störfum áður en loks var gert eitthvað í málinu. Hér að neðan er það sem ég er að vísa til í grein minni.   Spurningarnar Össurs voru. 1) Hversu margir erlendir starfsmenn hafa verið á Kárahnjúkasvæðinu frá því framkvæmdir hófust? 2) Hversu margir þeirra hófu strax við komu til Kárahnjúka störf á vinnuvélum eða ökutækjum þar sem krafist er meiraprófs og eða annarra starfsréttinda án afskipta Vinnueftirlitsins? 3) Hversu margir þeirra höfðu tilskilin réttindi er þeir hófu störf á svæðinu, og hversu margir hafa tekið próf á vegum Vinnueftirlitsins?  Óskað er sundurgreiningar á vinnuvélaprófum og meiraprófum. 5) Hversu margir hinna erlendu starfsmanna sem hafa komið á Kárahnjúkasvæðið hafa sinnt störfum þar sem krafist er starfsréttinda iðnaðarmanna? 6) Hversu margir hinna erlendu starfsmanna, sem hafa verið skráðir inn í landið vegna Kárahnjúkaframkvæmdanna hafa komið hingað sem iðnaðarmenn? 7) Hversu margir hinna erlendu iðnaðarmanna höfðu tilskilda starfsmenntun? 8) Hversu margir hinna erlendu starfsmanna sem hafa komið hingað hafa komið frá svæðum utan Evrópska efnahagsvæðisins?   Svar Árna Magnússonar félagsmálaráðherra Í svari Félagsmálaráðherra kom fram að samtals á Kárahnjúkasvæðinu hafi verið 405 útlendingar frá Evrópska efnahagssvæðinu sem hafi fengið dvalarleyfi hérlendis vegna starfa á svæðinu. Einnig kemur fram að tæp 240 leyfi fyrir verkamenn fyrir utan EES hafi verið veitt frá upphafi framkvæmda. Einnig kemur fram að erlendir stjórnendur vinnuvéla þar sem krafist er vinnuvélaréttinda eða meiraprófs eru 98 samtals þar af eru 27 kínverjar og 71 portúgalir.   Svar Félagsmálaráðherra var greinilega útúrsnúningur og beinlínis rangt. Samkvæmt skýrslum sem trúnaðarmenn verkalýðshreyfingarinnar höfðu sett fram stóð að frá upphafi framkvæmda höfðu verið þegar félagsmálaráðherra svaraði 1.660 erlendir menn við Kárahnjúka um lengri eða skemmri tíma og 741 séu farnir heim, eða að hér séu að störfum 919. Það stemmdi fjarri því við þær tölur sem fram komu frá Félagsmálaráðherra.   Í upphaflegum athugasemdum verkalýðshreyfingarinnar var bent á að menn eru jafnréttlausir þó þeir keyri bíl próflausir í einn dag eða lengur. Sama gilti um þá tæplega 200 iðnaðarmenn sem voru hér að störfum eins og komið hefur fram í upplýsingum frá sýslumanni á Seyðisfirði vorið 2004.   Erlendir iðnaðarmenn sem Impregilo hefur notað voru dæmdir í vor Til þess að hjálpa upp á minni blaðafulltrúans má bæta því við að erlendir iðnaðarmenn Impregilo voru dæmdir fyrir héraðsdómi síðastliðið vor. Nú væri gaman að vita hvort þeir hafi starfað áfram að iðnaðarstörfum athugasemdalaust af hálfu Impregilo og lögreglu eftir að dómur féll.   Impregilo hefur sótt um framlengingu á viðurkenningu starfsréttinda sem aldrei voru veitt Einnig má bæta við að í vor sótti Impregilo um framlengingu á viðurkenningu Fræðsluskrifstofu á starfsréttindum erlendra rafiðnaðarmanna sem skrifstofan hafði metið einu ári áður og sagt þá að þeir fullnægðu engan vegin tilskildum kröfum. En samt kom í ljós í vor að þessir menn voru búnir að vera að störfum við raflagnir í eitt ár án tilskilinna réttinda og Impregilo sótti þá um framlengingu eins og ekkert hefði í skorist!!   Ágætt væri að blaðafulltrúinn vendi sig af því að gera mönnum upp ummæli Í lokinn vill ég benda á að ég tók sérstaklega fram að ég ætlaði á engan hátt að réttlæta athæfi mótmælenda. Ég væri einungis að benda á það misræmi sem er í störfum lögreglu gangvart íslendingum og svo erlendu fyrirtæki. Ekkert í svari blaðafulltrúa Impregilo er í samræmi við ummæli mín. Það er reyndar ekki í fyrsta skipti.   Eins og margoft hefur komið fram hjá starfsmönnum RSÍ og öðrum stéttarfélögum er það hlutverk þeirra að sjá um að farið sé að gildani kjarasamningum sama hvort um sé að ræða erlend fyrirtæki eða innlend. Því hlutverki höfum við verið að sinna. Það er reyndar rétt eins og skilja má á ummælum blaðafulltrúans að ég hafi sagt en sagði reyndar ekki, það var spuni hans en er svo sem réttur; ekkert fyrirtæki hér á landi hefur fengið jafnmargar og umfangsmiklar athugasemdir hérlendis og Impregilo frá verkalýðsfélögum, Vinnueftirliti, heilbrigðisfulltrúum, byggingarfulltrúum, brunaeftirliti og þannig mætti lengi telja. Það má einnig benda á að sumir stjórnmálamenn hafa snúið athugasemdum þessara aðila, að þeir standi í vegi fyrir framförum. Það er orðið æði langsóttur útúrsnúningur, reyndar sama eðlis og blaðafulltrúi Impregilo ástundar.   2. ágúst 2005 Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?