Fréttir frá 2005

08 24. 2005

Það er hægt að lækka vexti meira

Bankarnir hófu sókn inn á íbúðarlánamarkaðinn fyrir nokkru. Enda er eftir miklu að slægjast, íbúðalán er mikill hluti lánamarkaðsins. Maður getur þó ekki varist þeirri hugsun að um sé að ræða samráð banka til þess eins og koma íbúðarlánasjóð út af markaðnum.Bankarnir hófu sókn inn á íbúðarlánamarkaðinn fyrir nokkru. Enda er eftir miklu að slægjast, íbúðalán er mikill hluti lánamarkaðsins. Þau eru mjög vel tryggð í fasteignum sem standa vel fyrir sínu, og hækka örugglega frekar en lækka. Talið er að hvert vaxtaprósent á íbúðarlánamarkaðnum skili upp undir tug milljarða í vaxtatekjur. Þrátt fyrir að við teljum okkur hólpin með mikilli vaxtalækkun þá eru íbúðarlánavextir hér á landi háir, sé litið til nágrannalanda okkar.   Maður getur ekki varist þeirri hugsun að um sé að ræða samráð banka til þess eins og koma íbúðarlánasjóð út af markaðnum. Það er vegna þess að bankarnir eru ekki að bjóða neitt betur en íbúðalánasjóður. Og bankarnir eru allir að bjóða upp á svipað og hann. Þeir eru svo með allskonar skilyrði og aukaþóknanir sem ekki koma fram í tilboðum. Hvað gerist þegar ákvæði um endurskoðun vaxta íbúðarlána bankanna opnast eftir 5 ár? Verða þeir þá búnir að slátra íbúðarlánasjóð og hafa "frelsi" til þess að hækka vextina aftur? Hlutverk íbúðarlánasjóð í dag virðist vera það eitt að halda vöxtum niðri, og reyndar að lána bönkunum fjármagn.   Í fréttum undanfarnar vikur hafa birst afkomutölur bankanna, hagnaður er geipilegur. Hagnaðurinn skilar sér einungis til yfirmanna bankanna í formi þykkra launaumslaga, ekki til viðskiptavina bankanna. Það koma ekki koma fram hugmyndir ofurlaunamannanna um að minnka launapottinn og hagnaðinn með því að lækka þjónustugjöld eða vaxtagjöld. Einhverra hluta vegna virðist samkeppni ekki ná að þróast hér á landi. Samráð um að ná sem mestu af viðskiptavinum ræður för, ef einhver hleypur undan merkjum er hann yfirtekinn. Það er alveg sama hvert litið er í íslenskum viðskiptaheimi. Tryggingafélög, olíufélög, bankar osvfrv.Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?