Fréttir frá 2005

09 11. 2005

Uppbygging íslenska lífeyrissjóðakerfisins

Alþjóðabankinn (World Bank) hefur lagt til að lífeyriskerfi almennt verði grundvölluð á svokölluðu þriggja stoða kerfi. Lífeyrismál eru svo gott sem hvergi í heiminum í eins góðum málum og á Íslandi, þar sem okkar kerfi er byggt upp eins og Alþjóða­bank­inn telur til fyrirmyndar.Friðjón Sigurðsson framkv.stj Lífiðnar fjallar um lífeyrissjóði Alþjóðabankinn (World Bank) hefur lagt til að lífeyriskerfi almennt verði grundvölluð á svokölluðu þriggja stoða kerfi. Lífeyrismál eru svo gott sem hvergi í heiminum í eins góðum málum og á Íslandi, þar sem okkar kerfi er byggt upp eins og Alþjóða­bank­inn telur til fyrirmyndar.   Fyrsta stoð:             Almannatryggingakerfið Hér er átt við opinbert lífeyriskerfi sem fólk greiðir til í gegnum skattana sína. Það byggir á skylduaðild allra landsmanna, og greiðir flatan grunnlífeyri eða tekjutengdan lágmarkslífeyri. Meginmarkmið þessa kerfis er tekjujöfnun og samtrygging lands­manna.   Eftir því sem að fólk ávinnur sér meiri réttindi í lífeyrissjóðum þá koma greiðslur frá almannatryggingarkerfinu til með að lækka og jafnvel falla alveg niður hjá flestum okkar. Almannatryggingarkerfið í framtíðinni verður væntanlega einungis fyrir það fólk sem einhverra hluta vegna hefur ekki komist á almennan vinnumarkað í lengri eða skemmri tíma vegna veikinda eða fötlunar.   Önnur stoð:            Lífeyrissjóðirnir Íslensku lífeyrissjóðirnir, sem öllum landsmönnum ber skylda til greiða til skv. lögum, starfar undir opinberu eftirliti og byggir á fullri sjóðsöfnun líkt og Alþjóða­bank­inn telur æskilegast. Meginmarkmið þessa kerfis er sparnaður til að standa undir eftir­launa­lífeyri með samtryggingu sjóðfélaganna. Lífiðn er sameignar­sjóður með þessum eigin­leikum.   Öllum launamönnum er skylt að greiða í lífeyrissjóð frá 16-70 ára aldurs af öllum sínum launum. Eftirlit með þessu fer fram hjá skattyfirvöldum. Ástæðan fyrir skyldu­aðild að lífeyrissjóði er meðal annars sú að allir launþegar ávinni sér inn sam­bærileg réttindi til eftirlauna-, örorku-, maka- og barnalífeyris og séu ekki eingöngu upp á almannatryggingar komnir þegar kemur að töku lífeyris. Réttindi ávinnast í réttu hlutfalli við iðgjöld í sjóðinn; því meira sem greitt er inn, því meiri réttindi skapast.   Þriðja stoð:            Viðbótarlífeyrissparnaður (séreignarsjóðir). Frjáls einstaklingsbundinn sparnaður með fullri sjóðsöfnun er þriðja stoðin sem þarf að vera fyrir hendi samkvæmd fyrirmyndar-líkani Alþjóðabankans. Meginmarkið hans er sparnaður til efri ára með það að leiðarljósi að sjóðfélaginn öðlist meira svigrúm til að ákveða hvenær taka eftirlauna hefst og geti betur skipulagt fyrstu árin eftir að starfsævinni lýkur með því að taka viðbótarlífeyrissparnaðinn út eftir sínum eigin þörfum.   Séreignardeild Lífiðnar uppfyllir öll þessi skilyrði Alþjóðabankans. Ýmsar leiðir er hægt að fara við úttekt sparnaðarins. T.a.m. er hægt að hefja úttekt á innistæðu í séreign við 60 ára aldur skv. ákveðnum reglum eða taka alla fjárhæðina út í einu við 67 ára, svo einhver dæmi séu nefnd.   Mikilvægt er að hafa það í huga að verulegt skattahagræði fylgir því að greiða í viðbótarlífeyrissparnað, þar sem skattfrestun á sér stað hjá þeim sem nýta sér það. Framlag sjóðfélagans sjálfs er frádráttarbært frá skatti upp að 4% en skattur greiðist svo af útborgun þegar að því kemur. Einnig má ekki gleyma að skv. kjarasamningum á fólk rétt á 2% mótframlagi frá launagreiðanda ef það leggur sjálft fyrir a.m.k. 2% í viðbótarlífeyrissparnað.   Það er alveg ljóst að þeir sem nýta sér þennan möguleika verða í sérflokki á eftirlaunaaldrinum með miklu meiri kaupmátt heldur en sá einstaklingur sem ákvað að nýta sér þetta ekki.  Lífeyrisgreiðslur geta verið allt að tvöfalt - þrefallt hærri hjá þeim sem nýta sér þetta með fullri skattfrestun.   Reiknaðu þitt dæmi á www.lifidn.is, og mundu, að tíminn vinnur með þér.   Friðjón Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Lífiðnar.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?