Fréttir frá 2005

09 12. 2005

Allt að fara til fjandans, loksins!!.

Undanfarna mánuði höfum við heyrt ítrekað viðvörun frá Hagdeild ASÍ um að stjórnvöld verði að fara varlega og halda vel um taumana í efnahagsmálum eigi ekki að skapast alvarlegt ástand. Í morgun komu gögn frá Hagstofunni sem segja okkur að spár Hagdeildarfólksins hjá ASÍ voru réttar. Ég á svo sem ekki von á þau finni hjá sér tilefni til fagnaðarláta, því þetta er óheppilegt fyrir okkur öll ekki síst þá sem minna mega sín.Undanfarna mánuði höfum við heyrt ítrekað viðvörun frá Hagdeild ASÍ um að stjórnvöld verði að fara varlega og halda vel um taumana í efnahagsmálum eigi ekki að skapast alvarlegt ástand, sem m.a. myndi leiða til þess að kjarasamninga verði lausir í nóvember. Margir og þá helst bankamenn og stjórnmálamenn létu þetta fara í taugarna á sér og sögðu þetta eitthvert tilefnislaust svartsýnistal hjá verkalýðsforkólfunum. Í morgun komu gögn frá Hagstofunni sem segja okkur að spár Hagdeildarfólksins hjá ASÍ voru réttar. Ég á svo sem ekki von á þau finni hjá sér tilefni til fagnaðarláta, því þetta er óheppilegt fyrir okkur öll ekki síst þá sem minna mega sín.   Hagstofan segir í morgun að síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4.8%. Eða með öðrum orðum kaupmáttur þeirra sem hafa einungis verið að fá umsamdar launahækkanir hefur minnkað, og það stefnir í að hann lækki enn frekar. Grundvöllur kjarasamninganna gerði ráð fyrir að kaupmáttur ætti að hækka að lágmarki sem svaraði til 1 - 1.5% á ári á samningstímanum. Verðbólgan mun hækka á næstunni, á þessum árstíma er margt að fara af stað eins og t.d. leikhús, námskeið, skólar og flestir þessara aðila setja inn hækkun á gjaldskrám sínum, sem mun vitanlega leiða til enn frekari lækkun kaupmáttar.   Hvað er til ráða? Næstu vikurnar munu forsvarsmenn stéttarfélagana fara yfir þessa stöðu. Þeir munu tala við forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, og ástæða er að geta þess að ríkistjórnin kom að síðustu kjarasamningum, þannig að rétt er að fá þá að borðinu líka. Það eina sem við höfum heyrt frá stjórnvöldum er að nú eigi að henda núverandi mælitækjum og taka upp önnur sem eru þeim hagstæðari. Það er vitanlega út í hött og gengur ekki að stjórnvöld komist upp með að nota launakerfin í landinu til þess að stemma af hagkerfið.   Við höfum undanfarið horft upp á fyrirtæki flytja inn erlent vinnuafl í vaxandi mæli og þau hafa komist upp með að nýta sér strípuð gólf kjarasamninga sem eru fjarri raunlaunum, sem byggist t.d. að gólfin gera ráð fyrir að samið sé innan fyrirtækjanna um launauka eins og bónuskerfi. Auk þess eru þessi fyrirtæki að sleppa að auki við lögbundnar eingreiðslur sem eru sannanlega hluti af lágmarkslaunakjörum. Hér á ég t.d. við desember- og orlofsuppbót uppbót, veikindadaga og orlofsdaga. Þetta hefur skekkt samkeppnisstöðu fyrirtækjanna hér á landi. Það hlýtur að vera einn af valkostunum að hækka gólfin í kjarasamningunum sérstaklega og binda aðrar launahækkanir við ákveðin lágmörk, sem ættu að tryggja að þeir sem hafi ekki fengið launaskrið fá amk ákveðnar hækkanir. Spurning hvort að setja eigi inn í gólf kjarasamninga allar eingreiðslur. Einnig ætti að skoða hvort ekki ætti að sauma að stjórnvöldum og fá þau til þess að setja löggjöf um starfsmannaleigur. Það eru stjórnvöld á öðrum norðurlöndum annaðhvort að gera þessa dagana eða þá að undirbúa það.12.09.05 Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?