Fréttir frá 2005

09 18. 2005

Rausnarleg gjöf FÍS

Á miðstjórnarfundi RSÍ þ. 16. sept. tilkynnti formaður FÍS þá ákvörðun stjórnar í tilefni 90 ára afmæli félagsins að færa RSÍ 1,5 millj kr til enn frekari uppbyggingar á útvistaraðstöðu í Skógarnesi orlofssvæði RSÍ við Apavatn. Ákveðið er að nýta þessa peninga til þess að byggja upp par þrjú golfvöll á svæðinuÁ miðstjórnarfundi RSÍ þ. 16. sept. tilkynnti formaður FÍS þá ákvörðun stjórnar í tilefni 90 ára afmæli félagsins að færa RSÍ 1,5 millj kr til enn frekari uppbyggingar á útvistaraðstöðu í Skógarnesi orlofssvæði RSÍ við Apavatn. Ákveðið er að nýta þessa peninga til þess að byggja upp par þrjú golfvöll á svæðinu.   Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá er FÍS 90 ára um þessar mundir. Ýmislegt hefur verið ert í því tilefni. Eldri félagar heiðraðir, afmælisveizlur á nokkrum stöðum á landinu og svo sá félagið um fjölskylduhátíðina í sumar á Skógarnesi orlofssvæði sambandsins við Apavatn. Í því tilefni þá kostuðu önnur aðildarfélög sambandsins uppsetningu á nýjum og myndarlegum leikvelli við nýja tjaldsvæðið.       Þeir sem hafa komið á orlofssvæðið hafa tekið eftir myndarlegri símalínu sem liggur frá hliðinu inn á svæðið að bjálkahúsi, sem er nákvæm eftirlíking af aðstöðu sem byggð var á Smjörvatnsheiði fyrir þá sem reistu fyrstu símalínurnar frá Seyðisfirði þar sem sæsíminn var tekinn á land árið 1906 og landsímalögn til Reykjavíkur opnuð 29 sept. það ár. 14.000 símastaurar voru fluttir til landsins sumarið 1905 og þeim dreift á hafnir. Þaðan voru þeir fluttir á hestum að línustæðum. Þetta voru víða miklar vegalengdir þá sérstaklega yfir heiðarnar á norðausturlandi. Þar tók stundum allt 6 dögum að flytja staur á hestum frá höfn að línustæði. Sumstaðar var byggð aðstaða fyrir þá sem að reisingu línunnar stóðu. Það var svo nýtt fyrir þá sem þurftu að lagfæra línurnar. En þær tóku stundum á sig mikla ísingu og slitnuðu þá á heiðum uppi. Þak bjálkahússins á orlofssvæðinu við Apavatn er klætt torfi er farið að leka og þarfnast húsið lagfæringa. FÍS hefur falið nokkrum af eldri félögum sínum að sjá um þær lagfæringar.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?