Fréttir frá 2005

09 20. 2005

Verkefni sem unnið hefur verið að í orlofskerfinu það sem af er á árinu og þau sem eru fyrirliggjandi.

Í kjarasamningum er gert ráð fyrir 0.25% í orlofssjóð. RSÍ hefur nýtt þetta gjald til fullnustu til þess að byggja upp sem víðtækasta orlofsaðstöðu fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra eins og landslög gera ráð fyrir. Auk þess hefur sambandið lagt orlofskerfinu til aðstöðu og fjármagn. Sambandið á nú 40 orlofshús og íbúðir á 14 stöðum á landinu auk 2ja á Spáni. Auk þess eru reknir 10 tjaldvagnar og tvö fellihýsi sem eru staðsett í Básum í Þórsmörk. Nýting er feikilega góð.Í kjarasamningum er gert ráð fyrir 0.25% í orlofssjóð. RSÍ hefur nýtt þetta gjald til fullnustu til þess að byggja upp sem víðtækasta orlofsaðstöðu fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra eins og landslög gera ráð fyrir. Auk þess hefur sambandið lagt orlofskerfinu til aðstöðu og fjármagn. Sambandið á nú 40 orlofshús og íbúðir á 14 stöðum á landinu auk 2ja á Spáni. Auk þess eru reknir 10 tjaldvagnar og tvö fellihýsi sem eru staðsett í Básum í Þórsmörk. Nýting er feikilega góð. Íbúðirnar í Reykjavík og á Akureyri, auk húsanna í Varmahlíð, í Skorradal og á Svignaskarði í Borgarfirði. Ölfusborgum, Hraunborgum Apavatni og Brekkuskóg eru í fullri nýtingu allt árið. Önnur hús eru með fulla nýtingu frá júní byrjun og fram í september. Heildarnýtingardagafjöldi frá áramótum þar til nú er 13.365 nætur. Íbúðirnar í Reykjavík efstar með 91% nýtingu, Varmahlíð fylgir þar fast á eftir með 83% nýtingu síðan koma íbúðirnar á Akureyri og Spáni með 74% nýtingu. Þá húsin á Svignaskarði, Ölfusborgum, Apavatni og Brekkuskóg með um 71% nýtingu. Að meðaltali eru um 4 einstaklingar hverja nýtingarnótt að teknu tillit til nýtingarhlutfalls þá eru gistinætur um 26 þúsund.      Viðhaldsframkvæmdir. Að venju fóru starfsmenn yfir allar íbúðirnar og húsin í vor. Þrifið og lagfært það sem út af bar. Bætt inn glösum og búnaði og sumstaðar skipt um eldhústæki. Skipt um dýnur í nokkrum húsum, aðrar settar í hreinsun. Allar sængur og koddar þvegnar, en skipt út nokkru af því. Því miður virðist það vera svo að vaxandi fjöldi komi í húsin án sængurvera.   Borið var á nokkur hús. Pallar lagfærðir á húsum 2 og 3 á Apavatni auk þess á Hraunborgum og Snæfoksstöðum. Auk þess var lagfært gólf í baðherbergi í Hraunborgum, eldhúsinnrétting lagfærð og ískápur stækkaður og eitt og annað tekið þar í gegn eins og td vindskeiðar. Einnig var ýmislegt lagfært á Snæfoksstöðum. Pottar og undirstöður þeirra lagfærðar í Brekkuskóg. Skipt var um hornsófa í einu Brekkuhúsanna og í hinum þeir eldri lagfærðir. Einnig var skipt um sófa í stóra húsinu á Apavatni, enn einu sinni.   Á Akureyri var í vor skipt um sturtuklefa í 2 íbúðunum og skápar í hjónaherbergi lagfærðir. Þessu verkáfanga var svo lokið í öllum Akureyraríbúðunum nú í haust. Hitaveita var tekin inn í Svignaskarði snemma í vor og skipt þar um annan pottinn. Skipt var um annan bátinn í Skorradal, en hann skemmdist síðastliðin vetur í klakaburði. Í Klaustri var borið á palla, en skipt var um þá í fyrra. Einnig voru þök á húsunum máluð.   Sundlaug við húsin á spáni var lagfærð, auk þess að kæli- og hitatæki voru sett í íbúðirnar.   Skógarnes Í fyrra fór gestafjöldi á tjaldsvæðinu upp tæp 4.000 og var það töluverð aukning frá árinu á undan og tjaldsvæðið oft fullt um helgar. Í sumar fór gestafjöldi á tjaldsvæðinu upp í rúm 6 þúsund og á svæðinu í heild sinni að húsum meðtöldum hefur gestafjöldi verið vel á áttunda þúsundið það sem af er þessu ári. Snyrtihúsið á nýja tjaldsvæðinu var klárað fyrri hluta sumars. Einnig var lögð ný og öflug kaldavatnsheimtaug inn á svæðið, en um helgar í fyrra voru iðulega vandræði með vatn. Á tjaldsvæðinu eru iðulega vel á annað hundrað fjölskyldur um helgar, auk þeirra sem eru í húsunum.     Undir umsjónarhúsi er verkstæði og lager. Þaðan fer fram viðhald og viðgerðir á búnaði orlofshúsanna á suður- og vesturlandi. Að kröfu RARIK var í vor skipt út heimtauga- og mælaskápum í tengslum við að raflínan frá Austurey var felld niður og settur jarðstrengur. Lokið var við raflagnir í geymsluhús við stóra tjaldið. Raflagnir út á tjaldsvæðin eru það mikið notaðar að endurnýja þurfti greinatöflu á eldra svæðinu. Sama aðgerð var framkvæmd við uppsetningu á töflu í nýja snyrtihúsinu. Styrkja þurfti kerfið ma með því að setja fleiri greinar út á tjaldsvæðin. Skipta varð um helming gasgrillanna og skipt um brennara í hinum.       Stóra tjaldið var svo reist fyrir fjölskylduhátíðina og var notað í sumar í sambandi við stóra húsið. En að venju eru þar ýmsar uppákomur sem félagsmenn nýta stóra húsið til eins og ættarmót, giftingar og stórafmæli       Nýtt leiksvæði var sett upp í vor við nýja snyrtihúsið, sem var gjöf aðildarfélaga í sambandi við 90 ára afmæli FÍS. Samfara þessu var skipt um róluna á eldra tjaldsvæðinu en hún var gömul og að falli komin og hættuleg. Við tókum upp töluverðan fjölda af trjám sem voru að vaxa við veginn þar sem ekið er inn á svæðið og fluttum þau á svæðið kringum nýja snyrtihúsið og nýja leiksvæðið. Þetta voru um 400 - 500 tré sum hver um 3ja metra há. Auk þess voru keypt og sett niður um 300 ný tré.   Eins og á öllu Suðurlandinu var töluvert kal í öllum flötum á Apavatnssvæðinu og stóra túninu. Langvarandi svellalög síðastliðin vetur ollu þessu. Bera þurfti því sérstaklega mikið á svæðið í vor. Fenginn var að auki gatari til þess að fara yfir verstu svæðin og jafnframt var sáð í þau. Göngustígar meðfram vatninu voru lagfærðir með því að setja fleiri drainlagnir undir þá þar sem rigningarvatn safnaðist fyrir ofan þá. Bryggjustæði var lagfært töluvert. En bryggjan hefur verið ákveðið vandamál.   Götulýsingin var tekinn í gegn, skipt um hluta af lömpum og eins stýringar. Ljósin voru tengd inn á rafkerfi stóra hússins og voru að leysa það út alloft síðasta vetur, sem endaði með því að götulýsingin var klippt út.   Í sumar tóku starfsmenn alla raflögn stóra hússins í gegn og settir upp nýir jarðbundnir tenglar og ýmislegt lagfært.   Sjónvarpsmóttaka var orðið vandamál bæði í Brekku og eins við Apavatn. Þetta hefur stafað af því stöðvarnar hafa verið að breyta sendum í Árnessýslu. Nú er búið að skipta um greiður og magnara bæði við Apavatn og eins i Brekku og nást fínar myndir aftur.     Áframhald uppbygginu samkvæmt skipulagi Apavatnssvæðisins. Stjórn FÍS tilkynnti að hún hyggist styrkja Apavatnssvæðið sérstaklega og var ákveðið að nýta það til þess að setja upp par þrjú æfingavöll, sem hefur verið á skipulagi svæðisins um alllangt skeið.       Tætari ruddi fyrir 8 stuttum golfbrautum eins og fyrirhugað var á skipulagi á svæðinu milli nýja snyrtihússins og stóra hússins. Sáð var í flögin og þau völtuð og ættu þau að koma uppgróin undan vetri næsta vor. Ekki er ætlunin að setja þarna upp fullkominn golfvöll, þetta verður æfingavöllur eins það er kallað. Stuttar par þrjú brautir frá 50 m - 210 m, heildarlengd brautanna er um 1.5 km og tæplega 3 ha. Þessi framkvæmd hefur þegar vakið óskipta athygli og ánægju gesta.     Á skipulagi er gert ráð fyrir að setja litlar flatir í skóginum fyrir norðan nýja snyrtihúsið. Þar voru allmörg tré færð til þess að mynda rými fyrir þessar flatir og veg á milli þeirra. Síðna var tætari fengin til þess að fara þarna í gegn um leið og hann ruddi var fyrir golfvellinum. Um miðjan ágúst var sáð í þessar flatir og þær valtaðar.   Með þessu er búið að ljúka skipulögðum framkvæmdum á öllu svæðinu, utan botnlanganna sem koma eiga á vestanverðu nesinu þegar og ef við byggjum nýju húsin. Þar er einnig eftir að ganga frá göngustíg meðfram vatninu. Göngustígar og vegakerfi á svæðinu er farið að nálgast 5 km. Núverandi göngustígar eru feikilega vinsælir bæði fyrir kvöldrölt og eins eru skokkararnir mikið þar á ferð. Áberandi er að gestir okkar td í Brekku koma oft með börn í heimsókn á svæðið og nýta leiksvæði ofl.     Framkvæmdir í haust Skipt var um dekk og burðarvirki á pöllum við hús 1 og 4 við Apavatn.   Skipt var um pott við hús A í Brekku.   Skipt um gluggalista í húsunum í Brekku og slípa upp gluggaumgjörðina að inna og utan og lakka. Hurðir lagfærðar.   Lagfærðir voru lampar og skipt um í nokkrum tilfellum í herbergjum í Skorradal. Einnig voru útiljósastaurarnir lagaðir og bátarnir teknir upp.   Stóra tjaldið fellt að venju um miðjan september.   Farið yfir öll húsin og þau þrifin. Sængur og dýnur hreinsaðar.   Vegurinn að Apavatni Á fund Vegagerðarinnar á Selfossi í sept. byrjun var undirbúið útboð á lagningu slitlags á veginn milli Úteyjar og Austureyjar. Lagning vegar með 4 m. breiðu slitlagi kostar samkvæmt áætlun um 19 millj. kr. Lagning vegar með 5.5 m. breiðu slitlagi er áætluð 25 millj. kr. og svo 28 millj. kr. með 6.5 m breiðu. Vegurinn til Úteyjar er 6.5 m breiður. Inn í þessum tölum er lagfæring á beygju við Útey sem kostar um 3 millj kr. Vegagerðin er skuldbundin til þess að byggja upp veginn sem 4 m breiðan malarveg. Á fundinum var komist að þeirri niðurstöðu að bjóða út veginn sem 5.5 m breiðan, og taka beygjuna út úr pakkanum. Útboð yrði sent út í september og það yrði sett inn skilyrði að búið væri að leggja slitlag á veginn fyrir 15. júní 2006.     Framtíðarplön Að venju þarf að fylgjast með pöllum og húsum og bera á það sem þörf er á.   Skipta þarf um eldhúsinnréttingu á elstu íbúðinni í Ljósheimum.   Skipta verður um eldhúsinnréttingu í húsi D Brekku. Hún er ónýt.   Laga verður gólf í geymslum í húsum A, B og C Brekku. Einnig þarf að laga handrið á pöllum í Brekkuskóg. Þétta þarf bil á milli langbanda svo þau verði barnheld, eins og við gerðum í Skorradal í fyrra.   Fyrir liggur að setja palla við íbúðir á Akureyri.       Lagfæra þarf rúmmstæði og húsgögn i Vaglaskógshúsinu. Húsið er í miðjum Valgaskóg í miklu skjóli og friðarreit og vinsælt af þeim sem prófað hafa húsið.     Skipta þarf út 4 tjaldvögnum fyrir næsta sumar.   Búið er að selja seinna Snæfoksstaðahúsið. Afhending var um mánaðarmótin ág./sept.   Það hefur verið rætt lauslega við Einingu hvort þeir hafi áhuga á að kaupa annað hús okkar í Lóninu, þeas það hús sem þeir hafa verið með síðastliðin 4 sumur í skiptum fyrir hús á Illugastöðum.   Í samræmi við umræðu á sambandsstjórnarfundi og svo í miðstjórn hefur verið fylgst með því hvort einhverjar íbúðir séu að losna í Ljósheimahúsinu.   Verið erð kanna hvort hagkvæmt sé að leigja íbúð í Kaupmanahöfn.    Við sölu á Snæfoksstaðahúsunum var fylgt þeirri stefnu hversu hagkvæmt það væri að losa sambandið undan lóðaleigum, snjóruðning ofl. eins og td hita og kaldavatnsgjöldum með því að flytja alla starfsemina í Árnessýslu á svæði okkar við Apavatn þar sem við eigum landið, leiksvæðin ofl. Auk þess að mikil hagkvæmni að hafa alla starfsemina á einum stað. Í fyrirhuguðu skiplagsplani er gert ráð fyrir 3 botnlöngum með  3 hús í hverjum. Hagkvæmast er að taka einn botnlanga í einu með jarðvegsskiptingu undir og allar lagnir í jörðu. 20. sept. 2005 gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?