Fréttir frá 2005

09 26. 2005

Starfsmannaleigur - Af hverju ekki lög?

Afstaða íslenskra stjórnvalda gagnvart starfsmannaleigum hefur þótt harla einkennileg. Tvískinnungur. Hvað er verið að vernda? Þar fara fyrirtæki sem smeygja sér undan að skila gjöldum til samfélagsins. Á sama tíma er íslenskum fyrirtækjum umsvifalaust lokað ef þau standa ekki skil gagnvart hinu opinbera, ásamt því að yfir þeim vofa svimandi sektir og fangelsum forráðamanna. Blaðburðarbörn eru dregin fyrir dómstóla ef þau skila ekki sköttum. Öryrkjar og veikt fólk fá skattasektir ef þeir gefa ekki upp minnstu styrki.Afstaða íslenskra stjórnvalda gagnvart starfsmannaleigum hefur þótt harla einkennileg. Tvískinnungur. Hvað er verið að vernda? Þar fara fyrirtæki sem smeygja sér undan að skila gjöldum til samfélagsins. Leigurnar eru með starfsfólk á launum sem eru langt undir umsömdum lágmarkstöxtum auk þess að njóta ekki lögbundinna réttinda eins og orlofs, veikindadaga ofl.   Á sama tíma er íslenskum fyrirtækjum umsvifalaust lokað ef þau standa ekki skil lögbundnum tryggingargjöldum, fyrirframgreiddum sköttum og virðisauka, ásamt því að yfir þeim vofa svimandi sektir og fangelsum forráðamanna. Blaðburðarbörn eru dregin fyrir dómstóla ef þau skila ekki sköttum. Öryrkjar og veikt fólk fá skattasektir ef þeir gefa ekki upp minnstu styrki.   Þessa dagana erum við að horfa á eitt af þeim fyrirtækjum sem hefur verið kjölfestan í atvinnulífinu á Akureyri sökkva, ma að því virðist af ofangreindum ástæðum. Á sama tíma eru starfandi fyrirtæki í starfsmannaleigu sem skila engu, ekki einu sinni virðisauka. Það er ótrúlegt að horfa upp á stjórnmálamenn og ekki síst iðnaðarráðherra og félagsmálaráðherra standa hjá með hendur í vösum og aðhafast ekkert.   Af hverju eru ekki sett lög hér á landi um starfsemi þeirra, eins og gert er víðast hvar annarsstaðar? Hvers eiga íslensk fyrirtæki að gjalda? Á að bíða þar til öll hin stærstu þau eru orðin gjaldþrota eða flutt erlendis. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?