Fréttir frá 2005

09 27. 2005

Fylgist með iðgjaldaskilum!

Lífeyrissjóðurinn Lífiðn sendir tvisvar á ári út yfirlit yfir iðgjöld til sjóðfélaga og stendur útsending þeirra einmitt yfir um þessar mundir. Á yfirlitinu eru sundurliðaðar allar þær greiðslur sem borist hafa vegna sjóðfélaga á síðustu mánuðumLífeyrissjóðurinn Lífiðn sendir tvisvar á ári út yfirlit yfir iðgjöld til sjóðfélaga og stendur útsending þeirra einmitt yfir um þessar mundir. Á yfirlitinu eru sundurliðaðar allar þær greiðslur sem borist hafa vegna sjóðfélaga á síðustu mánuðum.   Ef yfirlit sjóðfélaga er rangt eða yfirlit berast ekki, er áríðandi að hann hafi strax samband við launagreiðanda sinn og Lífiðn. Það að yfirlit berist ekki getur verið merki um að ekki hafi verið staðið skil á iðgjöldum til sjóðsins og iðgjöld geta þá glatast ef ekkert er aðhafst. Þar sem iðgjöld eru grundvöllur lífeyrisréttinda sjóðfélaga er gríðarlega mikilvægt að sjóðfélagi fylgist vel með skilum og beri yfirlitin saman við launaseðla til að tryggja rétt skil og bókun hjá sjóðnum. Sjóðfélagi getur ávallt haft samband við starfsfólk sjóðsins í síma 580 5200 og óskað eftir yfirliti eða fengið aðgang að sjóðfélagavef Lífiðnar á www.lifidn.is og skoðað þar iðgjaldagreiðslur og réttindastöðu sína.   Iðgjöld launþega sem launagreiðandi hefur innheimt en ekki staðið í skil á til lífeyrissjóðs eru metin til réttinda frá eindaga iðgjaldagreiðslu ef sjóðnum hefur borist vitneskja um iðgjaldagreiðsluskyldu innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits. Lífeyrissjóðurinn ber þó ekki ábyrgð á réttindum sjóðfélaga vegna þeirra iðgjalda sem glatast við gjaldþrot og Ábyrgðarsjóður launa ber ekki ábyrgð á. Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Jónína B. Bjarnadóttir  [Meginmál]

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?