Fréttir frá 2005

09 28. 2005

Konur við rafvirkjanám fá styrki frá OR

Í gær veitti Orkuveitan tveim konum sem eru við nám í rafvirkjun 250 þús. kr. námsstyrki. Í gær veitti Orkuveitan tveim konum sem eru við nám í rafvirkjun 250 þús. kr. námsstyrki. Árið 1997 stofnaði Vatnsveita Reykjavíkur til styrkveitinga í þeim tilgangi að stuðla að aukinni sókn kvenna í nám í verk- og tæknifræðigreinum. Eftir sameiningu Vatnsveitunnar og Rafmagnsveitunnar árið 2000 var ákveðið að halda styrkveitingunum áfram í nafni Orkuveitunnar í ljósi þess markmiðs að jafna hlut kynja í sérfræði- og stjórnunarstörfum. Á árinu 2003 samþykkti stjórn Orkuveitunnar að auglýsa einnig styrki fyrir konur í hefðbundnum iðngreinum sem nýtast Orkuveitunni, svo sem vélsmíði og vélstjórn, rafvirkjun, múraraiðn eða pípulögnum.   Í ár bárust 27 umsóknir, þar af fimm vegna iðnnámsins. Styrkina hlutu að þessu sinni Hildur Æsa Oddsdóttir, nemi í verkfræði við Háskóla Íslands, Berglind Leifsdóttir, nemi í rafvirkjun við Fjölbrautarskólann í Breiðholti, Sonja Dögg Dawson Pétursdóttir, nemi í byggingatæknifræði við Háskólann í Reykjavík og Oddný Ágústa Hávarðsdóttir, nemi í rafvirkjun við Fjölbrautarskóla Vesturlands Hlutur kvenna innan þeirra iðngreina sem Orkuveitan hefur hvað mest not fyrir er enn mjög rýr og ljóst að langt er í land að Orkuveitan nái að jafna hlut kynja í þeim störfum nema konur sæki í iðnnám í þessum greinum í mun meira mæli en þær hafa hingað til gert. Af or.is

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?