Fréttir frá 2005

10 7. 2005

Einkennileg ummæli forsætisráðherra.

Í umræðum á Alþingi um fjármálafrumvarpið og hvort nú sé svo komið í efnahagsmálunum að forsendur kjarasamninga séu brostnar, sagði forsætisráðhera að launamenn hefðu fengið svo mikla kaupmáttarhækkun á síðasta áratug að það væri ekki eðlilegt að þeir væru að gera frekari kröfur. Þessi ummæli eru kostuleg og lýsa skilningsleysi á eðli kjarasamninga. Reyndar finnst manni stjórnmálamenn eiga æði oft auðvelt með að skipta um rök eftir um hvað sé verið fjalla hverju sinni. Hvaða rök notaði forsætisráðherra fyrir skömmu þegar verið var að hækka laun opinberra embættismanna um 24%?Í umræðum á Alþingi um fjármálafrumvarpið og hvort nú sé svo komið í efnahagsmálunum að forsendur kjarasamninga séu brostnar, sagði forsætisráðhera að launamenn hefðu fengið svo mikla kaupmáttarhækkun á síðasta áratug að það væri ekki eðlilegt að þeir væru að gera frekari kröfur. Þessi ummæli eru kostuleg og lýsa skilningsleysi á eðli kjarasamninga. Reyndar finnst manni stjórnmálamenn eiga æði oft auðvelt með að skipta um rök eftir um hvað sé verið fjalla hverju sinni. Hvaða rök notaði forsætisráðherra fyrir skömmu þegar verið var að hækka laun opinberra embættismanna um 24%? Við höfum ítrekað hlustað á þennan hentistefnu málflutning stjórnarliða. Þegar endurnýjun eða endurskoðun kjarasamninga nálgast, snýst málflutningur þeirra ætíð um að launamenn verði að sýna ábyrgð og þeir megi ekki raska efnahag landsins og stöðugleikanum með óábyrgum kröfum. Þegar kjarasamningar láglaunafólks hafa verið afgreiddir þá þiggja alþingismenn og ekki síst ráðherra ítrekað margfalda launahækkun láglaunafólksins, auk þess að þeir skenkja sjálfum sér ofureftirlaun úr ríkissjóð ofan á verulega ríflegri lífeyrisgreiðslur en launamenn á almennum markaði njóta. Aðspurðir verja þeir það með samanburði við launakjör í nágrannalöndum og telja að þeir séu að fylgja eðlilegu launaskrið. Ef bág launakjör láglaunafólks ber á góma að afstöðnum kjarasamningum í spjallþáttum eða á þinginu, þá eru það hefðbundin ummæli stjórnarliða, að það sé verkalýðshreyfingunni til háborinnar skammar hversu lág laun hún semji um. Málflutningur stjórnarliða undafarin ár hefur einkennst af frjálshyggju og markvist miðað að því að verja vaxandi launamun í landinu og fá landsmenn til þess að sætta sig við það. Stefna frjálshyggjumanna miðar að því að veikja stöðu samtaka launamanna og samningsrétt þeirra. Launamenn eru í vaxandi mæli að upplifa það að viðsemjandinn er ekki lengur einstaklingur, sem hefur byggt upp fyrirtækið og fær starfsfólkið með sér til þess að ganga í gegnum mótbyr. Eigendurnir í dag eru fjarlægir fjárfestar sem hugsa um það eitt að ná sem hæstri ávöxtun. Starfsfólkið eru ópersónubundnir hlutir og ef illa gengur þá er fyrirtækinu lokað. Stuðningsaðilar stjórnarflokkanna eru öflugir fjárfestar, hlutverk stjórnmálamanna er orðið ma að fá launamenn til þess að umbera þessa þróun. Þegar lækkun skatta ber á góma þá er það fyrst lækkun eignaskatta og hátekjuskatta sem sett er fram. Fjárlagafrumvarpið hlýtur að teljast mikil vonbrigði. Á grundvelli eigin fjárlagafrumvarps spáir fjármálaráðuneytið um 4% verðbólgu næstu árin, miklu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og áframhaldandi háum vöxtum og sterku gengi með tilheyrandi vandræðum fyrir útflutnings- og samkeppnisatvinnuvegina. Þetta gerist þrátt fyrir að ASÍ, Seðlabankinn, OECD, Alþjóðabankinn og fleiri aðilar hafi margítrekað kallað eftir ábyrgri efnahagsstefnu og meiri festu í ríkisfjármálum sem stuðli að jafnvægi í efnahagsmálunum. Þessi aðhaldsama stefna finnst ekki í fjárlagafrumvarpinu, Launamenn sömdu síðast af ábyrgð til langs tíma til þess að leggja sitt fram til þess að þessi markmið næðust og vinna gegn verðbólgu. Það er ekki hægt að saka íslenska verkalýðshreyfingu um að hún hafi staðið í vegi fyrir hagræðingu á vinnustöðum og sveigjanleika launataxta.. Ríkisstjórnin verður að vera þátttakandi og taka með ábyrgum hætti þátt í efnahagsstjórninni og beita ríkisfjármálunum með þeim hætti að það dragi úr þörf fyrir harkalegar aðgerðir Seðlabankans í peningamálum samhliða því sem verðbólga lækki.   Hagfræðingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hafa sagt í fjölmiðlum undanfarna daga að það liggi fyrir að forsendur kjarasamningana séu brostnar. Málið snúist um hvaða leið eigi að fara til þess að leysa þann vanda. Á að hækka launahækkunina um næstkomandi áramót um það prósentustig sem upp á vantar? Eða á að beina lausnina að stöðu þeirra sem eru að sitja eftir í góðærinu? Kannanir sem verið er að gera þessa dagana sýna að langflestir hafa einungis fengið umsamda launahækkun, einhver fjöldi hefur ekki fengið neina hækkun. Skoðanakönnunin sem hefur verið í gangi hér á heimasíðunni er í samræmi við niðurstöður annarra. Hluti lausnarinnar gæti verið sú að setja ákvæði um sérstaka hækkun lágmarkstaxta, auk lágmarkshækkunar sem allir eigi að hafa fengið síðustu 12. mán. Mörg fyrirtæki hafa flutt inn verulegan fjölda erlendra starfsmanna og eru að nýta sér lágmarksgólf kjarasamninga og jafnvel þar fyrir neðan með niðurskurði kjaratengdra atriða. Viðmið pólskra lágmarkslauna mega ekki ná festu hér. Það væru mikil verðmæti í því fyrir láglaunastéttirnar og ekki síður íslensk fyrirtæki ef félagsmálaráðherra taki sig til og afgreiði lög um starfsmannaleigur. Þar að auki mætti hugsa sér breytingar í skattakerfinu sem kæmu þeim sem minnst mega sin best. Þar á ég td við virðisauka á dagvöru.   Einnig staldrar maður við hina miklu aukningu örorkubóta úr lífeyrissjóðum verkafólks. Þar stefnir ef ekki er að gert í verulega skerðingu á þeim lífeyri sem þessir sjóðir geta greitt í framtíðinni. Þarna er á ferðinni mikið ójafnræði. Opinberir starfsmenn þám ráðherrar þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu. Ávöxtun lífeyrissjóða þeirra og greiðslur vegna örorkubóta skerða á engan hátt lífeyrisgreiðslur til þeirra. Ríkissjóður greiðir það sem upp á vantar. Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað farið fram að ræða þessi mál við ríkistjórnina.Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?