Fréttir frá 2005

10 12. 2005

Hvalfjarðarlína reist

Í sumar hefur verið unnið við að reisa nýja um 120 km langa línu frá Sultartanga í Hvalfjörð vegna stækkunnar Norðurálsverksmiðjunnar. Við verkið hafa unnið allt að 200 manns. Innlendir verktakar við lagningu vega og byggingu undirstaða auk um 130 Króata og Slóvaka sem reisa línuna.  Í sumar hefur verið unnið við að reisa nýja um 120 km langa línu frá Sultartanga í Hvalfjörð vegna stækkunnar Norðurálsverksmiðjunnar. Við verkið hafa unnið allt að 200 manns. Innlendir verktakar við lagningu vega og byggingu undirstaða auk um 130 Króata og Slóvaka sem reisa línuna. Þar eru um 70 rafiðnaðarmenn. Samkvæmt áætlun á að ljúka lagningu línunnar í næsta mánuði. Stór hluti hennar er á hálendinu þannig að þessa dagana er unnið í kappi við að ljúka þeim hluta línunnar áður en vetur skellur á af fullum þunga. Það er langt komið með að setja saman og reisa þau 345 möstur sem eru í línunni.    Þar á eftir er mastrið rétt af og stillt Síðan eru línurnar settar á keflin, tvær fyrir hvern fasa og þær dregnar út og strekktar. Hér sést vel vinnuaðstaða rafveituvirkjana. Staðið er í stigum sem hanga neðan í þverslá og línan tengt á einangrarana.   Hér er unnið við að tengja miðfasann. Ágætt að línurnar eru tvær, það er svo þægilegt að ganga á þeim og sitja og halda jafnvægi.      Að því loknu er farið í handdregnum búrum eftir línunni og settar festingar með jöfnu millibili til þess að halda strengjum í hæfilegri fjarlægð hvor frá öðrum. Hér er kominn hríðarmugga og myndin því ekki skýr,     

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?