Fréttir frá 2005

10 22. 2005

Nokkur atriði frá ársfundi ASÍ 2005

Hér er fjallað um nokkur atriði sem fram komu í umræðum ársfundi ASÍ 2005   Jafnrétti - Starfsmenntun Samtök launamanna hafa ætíð unnið að bættum kjörum og jöfnum rétti. Gera á kröfu til þess að þar njóti allir sömu tækifæra á vinnumarkaði og launamenn hafi góð tækifæri til símenntunar og starfsþroska. Á Íslandi á enginn að þurfa að líða skort. Vönduð samfélagsþjónusta sem tryggir öllum tækifæri til menntunar og starfa, einkum ungu fjölskyldufólki. Styrkja þarf rétt aldraðra og öryrkja. Bætt lífskjör í landinu eru aflvaki blómlegrar menningarstarfsemi, gæða fjölskyldulífsins og heilbrigðara samfélags.   það er hlutverk samtaka launamanna að jafna stöðu og rétt kvenna og karla.  Efla á vitund og skilning á mikilvægi jafnréttis kvenna og karla og setja framsækna og markvissa stefnu í jafnrétti kvenna og karla og framkvæmdaáætlun þar sem hægt er að mæla árangur og þróun markmiða. Staða kvenna hefur batnað með aukinni menntun og aukinni atvinnuþátttöku.  Jöfnun hlutverkaskipta á heimila hefur einnig stórbatnað.  Helstu hlutverk stéttarfélaganna í kjarasamningum næstu ára er samþætting starfa og fjölskyldulífs.  Sveigjanlegur vinnutími svo báðir foreldrar geti sinnt starfsframa símum og um leið verið jafnir þátttakendur í lífi barna sinna.  Stéttarfélögin verða að beina þróun velferðaríkisins í þann farveg að búa barnafjölskyldum betri skilyrði.   Þessu tengist einnig það að bæta aðgengi að starfsmenntun fyrir þann sem hverfur af vinnumarkaði um lengri eða skamma tíma.  Það á að jafna aðgang að framhaldsmenntun í Háskólum og starfsmenntun.  Háskólanámi fylgja margskonar niðurgreiðslur hins opinbera á meðan fá þeir sem stunda vilja starfsmenntun ekkert.  Stefna á að því að launamenn geti fengið tímabundið námsorlof á nokkurra ára fresti.  Í nágrannalöndum njóta launamenn samskonar réttinda í námsorlofi og í atvinnuleysi.   Félagsleg vandamál eru oftast í beinu sambandi við umfang ójafnaðar í þjóðfélaginu.  Tíu sinnum fleiri stærri hluti þjóðfélagsþegna er í fangelsi í Bandaríkjunum en á Norðurlöndunum.  Mjög fámenn yfirstétt í Bandaríkjunum hefur notið alls ávinnings af aukinni hagsæld og sífellt minni hluti þjóðarinnar hefur náð undir sig öllum eignum.  Þrátt fyrir að hægri menn séu búnir að spá því í mörg ár, jafnvel áratugi að hið norræna samfélag sé komið í þrot og geti ekki staðið undir þeirri velferð og tryggingum sem þar er.  Þá er nú samt staðan sú að staðan a vinnumarkaði er hvergi betri og hagvöxtur sá mesti þekkist í heiminum.  Sú staða er ríkjandi á Norðurlöndunum, að jöfnuður lífskjara er þar mestur í öllum heiminum og þar ríkir mestur friður.  Hvergi í heiminum hafa stéttarfélögin meiri áhrif og hvergi er í heiminum er þátttaka í stéttarfélögum jafnmikil.  Með mikilli þátttöku hafa launamenn tryggt virk áhrifum á stefnu stjórnvalda og hefur tekist að stuðla að því að allir þorri íslendinga hefur notið umtalsvert aukinnar hagsældar.  Við eigum að forðast bandaríska þróun að fremsta megni og hlúa enn betur að hinni norrænu hefð. Skattamál Lágskattakerfi er farið að grafa undan forsendum opinbera velferðarríkisins, þar blasir við versnandi staða öryrkja og aldraðra.  Á meðan þessir hópar njóta mjög skertra kjara skenkja ráðherrar sér ofureftirlaun og tryggja sig bæði með belti og axlaböndum með ríflegum lífeyrisgreiðslum langt umfram aðra landsmenn og þar að auki embættum hjá hinu opinbera á fullum launum.  Td væri hægt að stórbæta hag aldraðra og öryrkja með því að hækka frítekjumark þeirra, td með því að skerða ekki tekjutryggingu þeirra hafi þeir einhverjar litlar tekjur.  Ef öryrkjar eða aldraðir reyna að bjarga sér með örlitlum tekjuauka þá er það skattlagt og þeim er gert að greiða allt að 100% í jaðarskatta.  Í þessu sambandi má benda á það að ráðherrar töldu ástæðu til þess að setja ákvæði í eftirlaunalög sín um að þau skerðist ekki þó þeir hafi aðrar tekjur. Tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins þarf að verja. Skattbyrðin er í vaxandi mæli færast frá hátekjufólki til lág- og millitekjufólks. Hagur ríkisins er það góður að mati ríkisstjórnarinnar  lækka má skatta um allt að 25 milljarða á næstu tveimur árum. Þá hljóta menn að velta því fyrir sér hvar forgangsverkefnin eru. Samtök launamanna telja það farsælla að nýta það svigrúm sem er til skattalækkunar með því að taka upp lægra skattþrep á lægri tekjur, hækka barnabætur og lækka virðisaukaskatt á matvæli. Lægra skattþrep á lægstu laun getur komið stað hækkun persónuafsláttar og eins verið lausn þar sem komið er til móts við kröfur um hækkun frítekjumarks. Einnig þarf að samræma skattlagningu fjármagnstekna og launatekna. Í því sambandi má benda á að allnokkur hluti af þeim lífeyri sem greiddur er úr lífeyrissjóði eru fjármagnstekjur. Margir spyrja hvers vegna er sá hluti ekki meðhöndlaður af skattyfirvöldum sem slíkur. Lífeyrissjóðir og eftirlaun ráðherra Það er mikið misræmi á því umhverfi sem lífeyrissjóðum launamanna er búið. Lífeyrissjóðir á almennum markaði er gert með lögum að eiga fyrir skuldbindingum og verða í vaxandi mæli að skerða lífeyrir vegna hratt vaxandi örorkubóta. En alþingismenn og ráðherrar hafa búið sínum lífeyrissjóðum annað umhverfi, þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu, því það sem upp á vantar er greitt úr beint ríkissjóði.  Þetta misrétti verður að laga. Mönnum ofbauð fullkomlega þegar ríkisstjórnin keyrði í gegn eftirlaunafrumvarpið.  Verkalýðshreyfingin benti strax á að kostnaður þessa frumvarps myndi verða amk 400 millj. króna.  Þessu mótmæltu stjórnarþingmenn harðlega. Eftirlaunafrumvarpinu fylgdi ekkert kostnaðarmat, en þáverandi forsætisráðherra sagði að samkæmt útreikningum væri kostaðaraukinn í versta falli 6 milljónir króna. Nú er þessi talnaglöggi maður orðinn Seðlabankastjóri.   Óvönduð vinnubrögð   Launamenn hafa oft verið undrandi á óvönduðum vinnubrögðum þingmanna sérstaklega þegar þeir eru að fjalla um eigin laun og hlunnyndi. Það verður að gera þær kröfur að  ríkistjórnin upplýsi um kostnað sem leiðir af hagsmunamálum þingmanna sjálfra.  Í ljós hefur komið að nokkrir aðrir háttsettir embættismenn sem eru á fullum launum hjá ríkinu, fá að auki hin rausnarlega ofureftirlaun.  Í þessu sambandi má rifja upp hver voru ein helstu rök ráðherrana fyrir hinum umdeildu eftirlaunalögum.  Þar kom ítrekað fram að það væri einna helst til þess að koma í veg fyrir að afdankaðir ráðherra og væru að taka upp þýðingarmikil embætti.   Málflutningur stjórnarliða einkennist af óábyrgri hentistefnu.  Þegar endurnýjun eða endurskoðun kjarasamninga nálgast, snýst málflutningur þeirra um að launamenn verði að sýna ábyrgð og þeir megi ekki raska efnahag landsins og stöðugleikanum með óábyrgum kröfum.  Þegar kjarasamningar láglaunafólks hafa verið afgreiddir þá þiggja alþingismenn og ráðherrar margfalda launahækkun láglaunafólksins, auk þess að þeir skenkja sjálfum sér ofureftirlaun úr ríkissjóð ofan á ríflegar lífeyrisgreiðslur.  Aðspurðir verja þeir það með samanburði við launakjör í nágrannalöndum og telja jafnframt að þeir séu að fylgja eðlilegu launaskrið.  Ef bág launakjör láglaunafólks ber á góma að afstöðnum kjarasamningum í spjallþáttum eða á þinginu, þá eru það hefðbundin ummæli stjórnarliða, að það sé verkalýðshreyfingunni til háborinnar skammar hversu lág laun hún semji um.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?