Fréttir frá 2005

10 25. 2005

Alcoa hefur undirbúning ráðningar starfsmanna í nýja álverið.

Alcoa kynnti í dag áætlanir fyrirtækisins um ráðningar starfsmanna. Um 400 manns munu starfa við nýja álverið í Reyðarfirði, allir starfsmenn verða ráðnir hér á landi. Á næsta ári  verða ráðnir amk 300 manns. Reiknað er með að um 40 verði rafiðnaðarmenn og annan eins fjölda þurfi í fyrirtækjum sem munu sinna störfum fyrir álverið sem verktakar.  Alcoa hélt blaðamannafund í dag þar sem kynntar voru áætlanir fyrirtækisins um ráðningar starfsmanna. Um 400 manns munu starfa við nýja álverið í Reyðarfirði, allir starfsmenn verða ráðnir hér á landi. Nú þegar er búið að ráða 20 manns. Um mitt næsta ár á að vera búið að ráða um helming væntanlegra starfsmanna og verða ráðnir amk 300 manns allt næsta ár. Reiknað er með að um 21% starfsmanna eða liðlega 80 verði iðnaðarmenn, sem verða að stærstum hluta rafiðnaðarmenn og málmiðnaðarmenn. Starfsmenn munu fá þjálfun í álverum Alcoa í Kanada og Bandaríkjunum.   Fyrirtækið hefur sýnt á huga að á samstarfi við Rafiðnaðarsambandið um að styrkja og efla rafiðnaðardeildina við Verkmenntaskólan á Neskaupstað. Sé litið til reksturs annarra álvera Alcoa þá er reiknað með að það þurfi álíka fjölda starfsmanna í fyrirtækjum sem álverið mun kaupa þjónustu af. Samkvæmt þessu má reikna með að allt að 800 störf muni koma að daglegum rekstri verksmiðjunar og þar af verði um 100 rafiðnaðarmenn sem komi með beinum eða óbeinum hætti að rekstri álversins eftir að það verður komið í fullan rekstur.   Nú þegar er búið að byggja á annað hundrað íbúða á svæðinu og verið að undirbúa mikinn fjölda lóða. Um 70 mjög frambærilega eignir eru til sölu á svæðinu í dag og er verðið allt að helming lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í kynningu að fjölskylda sem gæti með því að selja eign sína á höfuðborgarsvæðinu gæti losað sig undan skuldabyrði og komist í fjölskylduvænt umhverfi ásamt því að stytta vinnuvikuna umtalsvert og þar af leiðandi haft mun meiri tíma til þess að sinna fjölskyldustörfum.   Alcoa reiknar með að ganga til kjarasamninga við stéttarfélögin á næsta ári. Farið verður fram á langtímasamning eins og gert var við hin álverin á meðan verkemiðjan er að komast í fullan rekstur. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?