Fréttir frá 2005

10 26. 2005

Um leigudólga - Úr ræðu Guðmundar Gunnarssonar á ársfundi ASÍ

Um alla Vestur Evrópu spretta nú upp fyrirtæki þar sem koma fram einstaklingar sem sjá möguleika á því að hagnast á því að nýta sér bága stöðu verkafólks úr Austur- Evrópuríkjum. Þessir dólgar setja upp búllur þar sem þeir bjóða þetta fólk til hverskonar starfa á niðursettu verði.Um alla Vestur Evrópu spretta nú upp fyrirtæki þar sem koma fram einstaklingar sem sjá möguleika á því að hagnast á því að nýta sér bága stöðu verkafólks úr Austur- Evrópuríkjum. Þessir dólgar setja upp búllur þar sem þeir bjóða þetta fólk til hverskonar starfa á niðursettu verði.  Sumir þessara leigudólga velja sér starfssvið að flytja inn stúlkur og börn sem þeir selja í kynlífsþrældóm, aðrir velja sér það starfssvið að nýta sér stöðu bláfátækra atvinnulausra fjölskyldufeðra og leigja þá til vinnu á vesturlöndum.  Þar er hirt af þeim mörg þeirra félagslegu réttinda sem þeir eiga rétt á og eins er hluta af launum þeirra. Aðferðir og viðhorf þessara dólga eru nákvæmlega þær sömu og framkoman við þetta fólk er hin sama.  Hugsunarháttur þessara manna er nákvæmlega hinn sami, gildir þá einu hvort sviðið þeir velja.  Fólkinu eru settir afarkostir, ef það fer ekki í einu og öllu eftir því sem leigudólgarnir vilja, þá glatar það tilverurétt og er komið í óviðráðanlegar fjárhagslegar skuldbindingar við dólgana.   Norræn samtök launamanna hafa boðið þessa félaga okkar velkomna og boðist til þess að hlutast til um þeim sé búinn sama aðstaða á vinnustaða og öðrum. Sama gildir hér við höfum ekkert á móti því að erlendir félagar okkar starfi hér, en fara verður að kjarasamningum og við munum aldrei líða félagsleg undirboð. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?