Fréttir frá 2005

10 26. 2005

Af hverju ekki að fara að lögum? Er það ekki einfaldast?

Lögmaður og forsvarsmaður 2 b hafna því alfarið að fara að lögum og kjarasamningum og með örvæntingarfullum hætti reyna að drepa málinu á dreif. Hvað gerist ef fyrirtæki fer ekki að settum leikreglum? Þá er einungis ein leið hún er sú að stéttarfélögin verða að draga fyrirtækið fyrir dómstóla. Það gerist ekki bara af því að þetta er 2 b eins og þeir halda fram, það gerist gagnvart öllum fyrirtækjum sem starfa hér á landi, sama frá hvaða landi þau koma.Lögmaður og forsvarsmaður 2 b hafna því alfarið að fara að lögum og kjarasamningum og með örvæntingarfullum hætti reyna að drepa málinu á dreif. Hvað gerist ef fyrirtæki fer ekki að settum leikreglum? Þá er einungis ein leið hún er sú að stéttarfélögin verða að draga fyrirtækið fyrir dómstóla. Það gerist ekki bara af því að þetta er 2 b eins og þeir halda fram, það gerist gagnvart öllum fyrirtækjum sem starfa hér á landi, sama frá hvaða landi þau koma.   Það hefur komið fram að fyrirtækið hefur hafnað því að leggja fram fullnægjandi launaseðla. Það hefur komið fram að fyrirtækið er með pin númer starfsmanna og fer hiklaust án heimildar starfsmanna inn á bankareikninga þeirra og tekur þar út fjármuni. Það hefur komið fram og er staðfest eins og kom ma fram í viðtölum við einn af verkstjórum þeirra fyrirtækja sem 2 b lánar starfsmenn að forsvarsmenn 2 b hafa sagt þeim að ganga í skrokk á pólverjum, þeir séu því vanir. Það er svo margt annað sem hefur komið fram um hvernig framkoma forsvarsmanna fyrirtækisins eru gagnvart starfsmönnum sínum og viðhorf þeirra til þeirra athafna. Þar er vísað til staðfestra ummæla starfsmannanna.   Að ofansögðu ætti lögfræðileg aðstoð 2 b að felast í því að fá forsvarsmenn fyrirtækisins að lagfæra það sem út af ber. Afstaða lögmannsins gagnvart launamönnum hefur margoft komið fram á opinberum vettvangi. Þar hefur hann einnig ítrekað verið með órökstuddar dylgjur í garð samtaka launamanna og borið starfsmenn þeirra þungum sökum.   Í viðtali við mig á sunnudag kom fram að ég átaldi annan aðaleigandi 2 b að koma svona fram við starfsmenn sína og samlanda með þessum hætti. Pólverjarnir hafa komið þeim skilaboðum til mín að þetta sé ekki rétt hjá mér, þessi kona sé alls ekki pólsk, hún er frá landi sem er nokkru austar. Í skilaboðunum kom fram að engin pólsk kona myndi nokkurn tíma koma svona fram við annað fólk. Þetta er hér með leiðrétt.Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?