Fréttir frá 2005

10 27. 2005

Erlendir rafiðnaðarmenn - Starfsmannaleigur

Það hafa allmargir haft samband við skrifstofur RSÍ vegna erlendra starfsmanna og eins starfsmannaleiga. Það er mikil vöntun á rafiðnaðarmönnum og hún mun á næstu mánuðum vaxa umtalsvert. Hin stóru verk sem eru í gangi eru hvert á fætur öðru að komast á það stig að þau kalli á uppsetningu rafbúnaðar. Það hafa allmargir haft samband við skrifstofur RSÍ vegna erlendra starfsmanna og eins starfsmannaleiga. Það er mikil vöntun á rafiðnaðarmönnum og hún mun á næstu mánuðum vaxa umtalsvert. Hin stóru verk sem eru í gangi eru hvert á fætur öðru að komast á það stig að þau kalli á uppsetningu rafbúnaðar. Í dag eru líklega um 100 rafiðnaðarmenn langflestir íslenskir, að störfum við uppsetningu rafbúnaðar í stækkun Norðuráls. Um 150 Króatar og Slóvakar eru við að reisa nýju línuna milli Sultartanga og Norðuráls, eins og kynnt var hér á heimasíðunni fyrir nokkru. Fyrirtækin gengu með eðlilegum hætti frá öllum samningum við þessa starfsmenn sýna.   Reykjanesvirkjun og Hellisheiðarvirkjun eru óðum að komast innan á það stig að þangað þurfi amk um 100 rafiðnaðarmenn. Stöðvarhúsið í Fljótsdal er einnig að komast á sama stig. Kerskálar Fjarðaráls þjóta upp og seinna í vetur verður farið að vinna við uppsetningar á rafbúnaði. Þar eru nú að störfum allmargir pólskir byggingarmenn og rafiðnaðarmenn. Þeir voru ráðnir beint til Bechtel og eru öll ráðningarmál með eðlilegum hætti og aðbúnaður til mikillar fyrirmyndar.   Erlendum rafiðnaðarmönnum á eftir að fjölga verulega. Rafiðnaðarfyrirtækin virðast frekar kjósa að ráða sína starfsmenn beint, fremur en að njóta þjónustu starfsmannaleiga. Fyrirtækin senda pappírana hingað og til Fræðsluskrifstofunnar og eru þeir afgreiddir samdægurs ef þeir fullnægja reglugerðarkröfum. RSÍ hefur í sumum tilfellum haft milligöngu um að fá norræna rafiðnaðarmenn hingað og fáum við reglulega beiðnir frá norrænum rafiðnaðarmönnum sem vilja komast í samband við fyrirtækin hér.   Mörgum fyrirtækiseigandanum ofbýður sá kostnaður sem því fylgir að eiga samskipti við starfsmannaleigurnar. Td hafði einn samband í dag og sagði að sér stæði til boða menn frá portúgalskri leigu. Auk ferðakostnaðar þyrfti að 45 þús. kr. í stofngjald og þar eftir 30 þús. kr. mánaðargjald og svo launin sem eru liðlega 700 kr pr. tímann. Hversu mikið af þessu starfsmaðurinn fær er svo sem ekki vissa fyrir, en þó vitað að hann verður að greiða skráningargjald og svo einhverja þóknun til leigunnar.   Undanfarna daga hefur verið fjallað um leigur sem hafa boðið starfsmenn frá austur evrópuríkjunum. Sumar þessara leiga hafa átt í útistöðum við nánast allt sitt umhverfi og jafnvel ekki síst þegar upp er staðið sína starfsmenn. Þar er um að ræða bláfátæka atvinnulausa fjölskyldufeður, sem í neyð sinni grípa til þess úræðis að fara út í óvissuna til fjarlægs lands norður í Atlandshafi fjarri fjölskyldu sinni, til þess að afla tekna svo þeir til að geta séð fjölskyldu sinni farborða.   Félagsmenn RSÍ finna til mikillar samkenndar með þessum mönnum og fyrir liggja margar samþykktir um vilja þeirra að tekið sé vel á móti þeim og sambandið beiti sér í að veita þeim alla aðstoð. Einu gildi hvort um sé að ræða einstaklinga sem aldrei hafa greitt til sambandsins. Íslenskir rafiðnaðarmenn hafa mikla skömm á þeim sem vilja nýta sér bága stöðu þessara fátæku manna til þess að hafa af þeim einhvern hluta réttmætts endurgjalds fyrir vinnuframlag þeirra.Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?