Fréttir frá 2005

10 27. 2005

Fundur í fastanefnd staðfestir að 2b var með öllu óheimilt að draga sér hluta launa starfsmanna

Í dag var haldinn fundur í fastanefnd virkjanasamnings þar sem tekin var fyrir fyrirspurn yfirtrúnaðarmanns við Kárahnjúka hvort 2b hefði haft heimild til þess að draga sér hluta af launum starfsmanna. Nefndin hafnaði því algjörlega.Í dag var haldinn fundur í fastanefnd virkjanasamnings þar sem tekin var fyrir fyrirspurn yfirtrúnaðarmanns við Kárahnjúka hvort 2b hefði haft heimild til þess að draga frá launum starfsmanna sinna greiðslur til þess að mæta öðrum frádráttarliðum en þeim sem kjarasamningurinn gerir sérstaklega ráð fyrir.   En 2b hefur við útborgun launa dregið frá launum vegna útlags kostnaðar fyrirtækisins og þóknunar til fyrirtækisins. en eins og fram hefur komið þá hafði fyrirtækið einhverra hluta vegna pin númer á bankareikningum starfsmanna sinna og fór inn á reikningana án heimildar starfsmanna og dró þaðan ofangreindar upphæðir.   Fastanefnd virkjanasamnings er skipuð aðilum þeirra landsambanda sem standa að virkjanasamning annarsvegar og fulltrúum Samtaka atvinulífsins hins vegar. Nefndin fer með úrskurðarvald um þann ágreining sem rís upp vegna samningsins.   Í niðurstöðu fastanefndar kemur fram að atvinnurekanda er með öllu óheimilt að krefja starfsmenn sína um greiðslu á ýmsum tilfallandi kostnaði sem hann stofnar til í þágu síns atvinnurekstrar, hvort sem sá kostnaður varðar starfsmenn sérstaklega eða aðra þætti atvinnustarseminnar. Hafi 2b dregið slíkrar greiðslur af starfsmönnum sínum þá eiga þeir skilyrðislaust rétt á endurgreiðslu þeirra.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?