Fréttir frá 2005

11 3. 2005

Uppsögn kjarasamninga blasir við. - Trúnaðarmenn RSÍ boðaðir til fundar 17. og 18. nóvember til þess að fjalla um málið.

Aðilar vinnumarkaðs eru sammála um að forsendur kjarasamninga séu brostnar. Verðbólga er meiri áætlað var og kaupmáttur minni. Hagfræðingar hafa verið samhljóma um að helsta ástæða þessa séu alvarleg mistök í efnahagsstjórn landsins. Í kjarasamningum er kveðið á um endurskoðun fyrir 15. nóvember næstk. Ef það tekst ekki fer málið til stéttarfélaganna og þau verða þá að taka ákvörðun fyrir áramót um hvort þau segi upp kjarasamningum. Eins og ítrekað hefur komið fram í fjölmiðlum þá eru aðilar vinnumarkaðs sammála um að forsendur kjarasamninga séu brostnar. Verðbólga er meiri áætlað var og kaupmáttur þar af leiðandi minni en þær forsendur sem kjarasamningar voru reistir á. Hagfræðingar hafa verið samhljóma um að helsta ástæða þessa séu alvarleg mistök í efnahagsstjórn landsins. Þessa daga standa yfir fundarhöld í endurskoðunarnefnd SA og ASÍ. Í kjarasamningum er kveðið á um nefndin skuli komast að sameiginlegri niðurstöðu fyrir 15. nóvember næstk. Ef það tekst ekki fer málið til stéttarfélaganna og þau verða þá að taka ákvörðun fyrir áramót um hvort þau segi upp kjarasamningum.   Samtök launamanna sýndu mikla ábyrgð og reyndar dirfsku þegar þau gerðu langtíma kjarasamninga árið 2004, þrátt fyrir að fyrir lægi að við værum að fara inn í gegnum mikið spennuástand. Ríkisstjórnin kom að gerð þessara samninga, þá voru rædd ýmis mál sem ekki var endanlega lokið. Þar bar hæst jöfnun lífeyrisréttinda. Örorkubyrðin leggst mjög ójafnt á lífeyrissjóðina og hefur þess verið krafist af launamönnum á almennum markaði að það verði lagfært. Ósanngjarnt sé að ráðherrar láti ríkissjóð létta þessari byrði einungis af lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, alþingismanna og ráðherra. Einnig hefur verið mikið rætt um að tekjutengja verði atvinnuleysisbætur að hluta eins og gert er í öðrum löndum. Margoft hefur komið fram að mikið misræmi sé á stuðning ríkisins við starfsmenntun og háskólamenntun, sem hefur leitt til þess að 35% launamanna á íslenskum vinnumarkaði hefur ekki lokið neinni formlegri menntun. Þess hefur verið vænst að ríkisstjórnin jafni þennan mun að nokkru.   Farið var ítarlega yfir þessi atriði á fundi ríkisstjórnar og formanna landssambanda fyrir ársfund ASÍ. Í gær bárust svo svör ríkisstjórnarinnar, þau eru klár höfnun á aðkomu við lausn hins alvarlega ástands sem er að skapast. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin ætli alfarið að hafna því að axla í nokkru ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir. SA hefur lýst því yfir að fyrirtækin ein geti ekki brúað bilið svo kjarasamningar standist. Staðan í dag er því sú að það stefnir í mikil átök á vinnumarkaði. Ábyrgðin liggur að stærstu leiti hjá ríkisstjórninni, sem þótt ótrúlegt sé hafnar því algjörlega að axla ábyrgð á eigin efnahagsstjórnunar mistökum.   Trúnaðarmenn rafiðnaðarmanna eru um 140 og hafa þeir verið boðaðir á ráðstefnu um stöðu kjaramála þann 17. og 18. nóvember. Þá liggur fyrir niðurstaða endurskoðunarnefndarinar  og hvort hefja þurfi undirbúning uppsagna kjarasamninga rafiðnaðarmanna og fundarhalda um kröfugerðir. Komi til átaka verða þau upp úr áramótum, en þá verða mörg stórverkefni á mjög viðkvæmu stigi, ekki síst hvað varðar verkþætti sem rafiðnaðarmenn koma að. 03.11.05 Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?