Fréttir frá 2005

11 4. 2005

Rafiðnaðarsambandið vinnur mál fyrir Hæstarétti gagnvart Íslenska ríkinu (Varnarliðinu).

Haustið 2003 tilkynnti Starfsmannahald Varnarliðsins að það hefði ákveðið að fella niður greiðslur á rútugjaldi og greiðslum vegna ferðatíma. Þessu mótmælti RSÍ og benti á að það væri Kaupskrárnefnd sem ein hefði ákvörðunarvald til þess að úrskurða um launakjör á vallarsvæðinuHaustið 2003 tilkynnti Starfsmannahald Varnarliðsins að það hefði ákveðið að fella niður greiðslur á svokölluðu rútugjaldi og um leið skerða greiðslur vegna ferðatíma, sem var ákveðin upphæð fyrir hvern starfsdag. Þessu mótmælti RSÍ og benti á að það væri Kaupskrárnefnd sem ein hefði ákvörðunarvald til þess að úrskurða um launakjör á vallarsvæðinu, Starfsmannahaldið gæti ekki einhliða tekið þær ákvarðanir. RSÍ hefði ítrekað farið fram á að teknir yrðu upp beinir kjarasamningar, Starfsmannahaldið hefði ætíð vikið sér undan því og bent á að það væri Kaupskrárnefnd ein sem hefði lögum samkvæmt úrskurðarvald um launakjör á Vallarsvæðinu.   RSÍ benti á að þetta væri viðurkenndur hluti af kjörum rafiðnaðarmanna sem hefði verið komið á með ákvörðun Kaupskrárnefndar árið 1955. RSÍ benti einnig á að Kaupskrárnefnd hefði úrskurðað árið 2000 að slíkar greiðslur til félagsmanna RSÍ skyldu haldast óbreyttar frá því sem verið hafði. Þessari kröfu RSÍ hafnaði Starfsmannahaldið alfarið.   RSÍ höfðaði þá mál á hendur utanríkisráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna varnarliðsins í Keflavík, með stefnu birtri 2. febrúar 2004. Héraðsdómur féllst á allar kröfur RSÍ, en Íslenska ríkið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar.Þ. 3. nóv. 2005 staðfesti svo Hæstaréttar að dómur í Héraði skildi standa og áfrýjandi, íslenska ríkið, greiði stefnda, RSÍ, 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Lögmaður RSÍ var Lára V. Júlíusdóttir. Um er að ræða vangreidd laun 35 rafiðnaðarmanna sem nema hundruðum þúsunda króna, upphæð sem í allt ásamt vöxtum nemur tæplega 40 milljónum króna.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?