Fréttir frá 2005

11 4. 2005

Tek ofan fyrir Félagsmálaráðherra

Ég er líklega sá sem hef hvað harðast gagnrýnt Félagsmálaráðherra fyrir hversu erfitt hefur verið að fá hann og þær stofnanir sem undir hann heyra til þess að taka á þeim vandamálum sem risið hafa vegna mikils innflutnings á erlendum launamönnum. Þeim hafi verið búin aðbúnaður og launakjör sem væri víðsfjarri settum lágmörkum í kjarasamningum og reglugerðum um aðbúnað. Þetta hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og sumum þótt gagnrýni okkar ganga of langt.Ég er líklega sá sem hef hvað harðast gagnrýnt Félagsmálaráðherra fyrir hversu erfitt hefur verið að fá hann og þær stofnanir sem undir hann heyra til þess að taka á þeim vandamálum sem risið hafa vegna mikils, jafnvel að því virðist ótakmarkaðs, innflutnings á erlendum launamönnum. Þeim hafi verið búin aðbúnaður og launakjör sem væri víðsfjarri settum lágmörkum í kjarasamningum og reglugerðum um aðbúnað. Flestir eða ekki allir forsvarsmenn launaþegahreyfingarinnar hafa sett fram svipaða gagnrýni. Allir höfum við margítrekað bent á að erlendir launamenn séu velkomnir hingað, gegn því einu að þeir njóti amk sömu kjara og innlendir launmenn. Þetta hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og sumum þótt gagnrýni okkar ganga of langt.   Það hefur því verið undarlegt að hlusta á lögmann allra þeirra starfsmannaleiga sem hafa átt mestum deilum við stéttarfélögin og eftirlitstofnanir halda því fram að það sé nýr og gamall sannleikur að Vinnumálastofnun sé viljalaust verkfæri í höndum verkalýðshreyfingarinnar. Umbjóðendur hans sæti ofsóknum og forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar séu þjakaðir af kynþáttafordómum.   Í fréttum í gær og svo í Kastljósi kom Árni Magnússon félagsmálaráðherra fram af miklum myndugleika og talaði skýrt um að það myndi ekki líðast að fyrirtæki hvort sem þau væri innlend eða erlend og hvort sem þau notuðu innlenda starfsmenn eða erlenda myndu eyðileggja þann vinnumarkað sem búið væri að byggja upp hér á landi. Hann tók undir þá gangrýni sem sett hefur verið fram að benti réttilega á að það væri hlutverk eftirlitstofnana að sjá svo um að farið væri að lögum og fyrirtæki kæmust ekki upp með einhvern sýndarleik.   Takk fyrir Árni, ég tek ofan fyrir þér og biðst afsökunar ef ég hef verið að miskilja afstöðu þína.Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?