Fréttir frá 2005

11 5. 2005

Fundur forsvarsmanna stéttarfélaga og Norðuráls um mönnum nýbyggingar framkvæmda

Richard Starkweather forstjóri Norðuráls boðaði forsvarsmenn stéttarfélaganna til fundar um mönnum byggingarframkvæmda á svæðinu. Tilefni fundarins var að kynna viðbrögð fyrirtækisins við því að í ljós hefði komið í nýlega staðfestum gögnum að 10 pólskir smiðir sem störfuðu hjá Ístaki frá starfsmannaleigunni 2b hefðu ekki fengið laun, enga launseðla, ekkert uppgjör. Þann 4. nóv.2005 kl. 11.00 boðaði Richard Starkweather forstjóri Norðuráls og Rakel Heiðmarsdóttir nýskipaður starfsmannastjóri forsvarsmenn stéttarfélaganna til fundar um mönnum byggingarframkvæmda á svæðinu. Tilefni fundarins var að í ljós hafði komið að í nýlega staðfestum gögnum að pólskir smiðir sem störfuðu hjá Ístaki frá starfsmannaleigunni 2b hefðu ekki fengið laun,    Á fundinn mættu forsvarsmenn viðkomandi stéttarfélaga auk Richards Starkweather forstjóri Norðuráls, tæknilegur famkv.stj.  og starfsm.stj. Rakel Heiðmarsdóttir nýskipaður starfsmannastjóri Norðuráls bauð forsvarsmenn stéttarfélaganna velkomna. Forstjórinn sagðist vilja gera öllum það fullkomlega ljóst að það yrði aldrei ekki liðið að á svæðinu væri brotið á starfsmönnum með neinum hætti. Það ætti jafnt við um þá starfsmenn sem Norðurál réði beint, eða væru hjá fyrirtækjum sem væru að vinna að verkefnum fyrir Norðurál, sama hvaða nafni það væri. Norðurál væri búið að gera öllum fyrirtækjum á svæðinu þetta ljóst og það væru ákvæði um þetta í samningum fyrirtækisins við verktaka.   Fram kom að það hefði komið í ljós nýverið staðfest gögn um að starfsmenn Ístaks sem væru frá starfsmannaleigunni 2b hefðu ekki fengið laun útborguð, enga launseðla, ekkert uppgjör. Þeir höfðu einungis fengið 10 þús. kr. borgaðar þrátt fyrir þeir væru búnir að vera hér að störfum í nokkurn tíma. Unnið væri að því að leiðrétta og sjá svo til að það yrði leiðrétt. Ístak vildi ekki missa þessa menn og vildi því ráða þá beint. Þarna væru um að ræða harðduglega pólska smiði sem væru í uppslætti og öðrum störfum sem féllu undir fag þeirra.   Á fundinum náðu tæknilegur eftirlitsmaður og form. verkal.fél á Akranesi samkomulagi um  að hinir pólsku smiðir væru bara verkamenn. Gerðar voru aths. við það og bent á að það væri verð að ráða fagmenn erlendis frá, setja þá í fagleg verkefni en greiða þeim svo lægstu verkamannataxta.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?