Fréttir frá 2005

11 16. 2005

Rafiðnaðarsamband Íslands 35 ára

Rafiðnaðarsamband Íslands var stofnað 28. nóvember 1970 af 450 rafiðnaðarmönnum með það að markmiði að sameina alla rafiðnaðarmenn í einum sterkum samtökum. Í dag eru aðildarfélög RSÍ 10, heildarfjöldi félagsmanna tæplega 5.000.  Þeim hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Skipulag RSÍ er sérstakt sé litið til annarra íslenskra stéttarfélaga og hefur það samtaka reynst mun virkari en hjá öðrum.Rafiðnaðarsamband Íslands var stofnað 28. nóvember 1970 af 450 rafiðnaðarmönnum með það að markmiði að sameina alla rafiðnaðarmenn í einum sterkum samtökum. Í dag eru aðildarfélög RSÍ 10, heildarfjöldi félagsmanna tæplega 5.000.  Þeim hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Skipulag RSÍ er sérstakt sé litið til annarra íslenskra stéttarfélaga og hefur það samtaka reynst mun virkari en hjá öðrum.  RSÍ er aðili að Norræna rafiðnaðarsambandinu sem í eru um 140 þús rafiðnaðarmenn. Formaður RSÍ gegnir í dag jafnframt formennsku í norræna sambandinu.  Rafiðnaðarmenn eru jafnréttháir sama hvar á norðurlöndum þeir starfa.  Norræna rafiðnaðarsambandið stendur ma að umfangsmikilli þróunarhjálp í samvinnu við önnur alþjóðleg stéttarsamtök. Mikið innstreymi er í rafiðnaðarstörf og er fjölgun starfa umfram fjölgun landsmanna, eða um 3% á ári.  Árlega ljúka um 110 - 130 nemar námi í rafiðnaðargreinum, auk þess fjölgar rafiðnaðartæknimönnum með skemmra nám töluvert.  Meðaldur karla í rafiðnaðarstörfum í dag er 37 ára og meðaldur kvenna 33 ára.   Öflug starfsmenntun Til þess að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verður að hámarka framleiðni fyrirtækjanna.  Það er ekki gert nema að þau geti tileinkað sér bestu tækni hvers tíma og þjónustu góðra og vel menntaðra tæknimanna. RSÍ hefur ætíð stutt ötullega við uppbyggingu íslensks atvinnulífs með því að verja umtalsverðum fjármunum í menntastarf innan rafiðnaðargeirans.  Rafiðnaðarmenn eiga og reka Rafiðnaðarskólann sem er öflugasta starfsmenntastöð í atvinnulífinu.  Um helmingur rafiðnaðarmanna fara að jafnaði á eitt starfsmenntanámskeið á ári. Þetta hefur skilað sér í því að íslenskir rafiðnaðarmenn eru í dag meðal þeirra hæfustu í heiminum og eru að störfum um allan heim.  Styrktarsjóður RSÍ - 80% launatrygging Á vegum RSÍ er rekinn öflugur styrktarsjóður sem hleypur undir bagga með félagsmönnum lendi þeir eða fjölskyldur þeirra í erfiðleikum vegna veikinda eða slysa.  Hann tryggir félagsmönnum 80% af þeim meðallaunum sem félagsmaður hafði næstliðna 6 mán. áður en hann veiktist.  Sama gildir ef félagsmaður missir vinnu vegna langvinnra veikinda barna sinna og maka.  Auk þess greiðir sjóðurinn útfararkostnað og styrk til eftirlifandi maka og barna undir 18 ára aldri.  Sjóðurinn styrkir einnig félagsmenn til líkamsræktar og forvarnastarfs. Hann tekur einnig þátt í ýmsum aðgerðakostnaði eins td ófrjósemisaðgerðum og lyfjakostnaði ef hann er óhóflega mikill.  Einnig hefur sjóðurinn hlaupið undir bagga ef sérstakar aðstæður steðja að heimilum félagsmanna.   RSÍ ræður yfir mjög öflugum vinnudeilusjóði, sem er beitt vopn í kjarabaráttunni og getur sambandið greitt drjúgar verkfallsbætur þó svo til langvinnra verkfalla komi.  Orlofshús RSÍ RSÍ  á og rekur 42 orlofshús á 14 stöðum hér á landi og á Spáni.  Flest húsin eru liðlega 50 fermetrar með 8 ? 10 rúmstæðum og fullkomnum húsbúnaði og heitum pottum.  Sambandið á 11 tjaldvagna og auk þess eru 2 fellihýsi staðsett í Básum í Þórsmörk.  Við Apavatn á RSÍ 25 hektara orlofssvæði. Þar eru að vaxa upp töluverður skógur og svæðið nefnt Skógarnes.  Um 12 km göngu- og skokkstígakerfi er um nesið og með vatninu þar sem gestum er heimil.  Þar er 9 holu æfingagolfvöllur og púttvöllur, knattspyrnuvellir og þrjú stór vel búin leiksvæði.  Á svæðinu er stórt hús sem vinsælt er til fjölskyldumóta og 5 önnur orlofshús.  Mjög rúmgott og vel búið tjaldsvæði er í skóginum með góðri aðstöðu.  Lögfræðiaðstoð RSÍ Rafiðnaðarsambandið veitir félagsmönnum lögfræðilega aðstoð lendi þeir í deilum og er með virkt trúnaðarmannakerfi á vinnustöðunum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?