Fréttir frá 2005

11 16. 2005

Rafiðnaðarkonur draga verulega á karlana og eru með 305 þús. kr. í meðallaun

Atvinnuástand innan rafiðnaðargeirans hefur ætíð verið mjög gott og er 0.2% atvinnuleysi í dag.  Konur hafa ætíð verið fámennar í röðum rafiðnaðarmanna og hefur það verið mörgum umhugsunarefni hvers vegna svo sé. Árið 1990 voru meðalmánaðarlaun kvenna með sveinsréttindi í rafiðnaðargreinum tæp 100 þúsund, sem nam tæpum 70% af meðalheildarlaunum rafiðnaðarmanna. Í dag eru meðallaun rafiðnaðarkvenna 305 þúsund kr. á mánuði og eru því 87% af meðallaunum rafiðnaðarmanna.  Meðallaun rafiðnaðarkvenna hafa því hækkað frá árinu 1990 þriðjungi meir en hjá körlum í stéttinni.  Atvinnuástand innan rafiðnaðargeirans hefur ætíð verið mjög gott og atvinnuleysi ekki farið upp fyrir 2,5% síðan 1996.  Undanfarið ár hefur það verið vel innan við 1% og er 0.2% i dag.  Er það vafalaust tvennt sem ræður þar mestu, ör tækniþróun og mikil og stöðug símenntun rafiðnaðarmanna sem hefur stækkað atvinnusvið þeirra verulega. Konur hafa ætíð verið fámennar í röðum rafiðnaðarmanna og hefur það verið mörgum umhugsunarefni hvers vegna svo sé.  Störf í rafiðnaði henta konum alls ekki síður en körlum.  Í dag eru 45 konur í RSÍ sem hafa lokið sveinsprófum í rafiðnaðargreinum. Alls eru 585 konur í RSÍ.  Í dag eru á rafiðnaðarbrautum verknámskólanna 20 konur.   Launaþróun í rafiðnaðargeiranum hefur verið jöfn og stígandi og hefur kaupmáttur vaxið að jafnaði um 3.5 - 5% á ári.  Rafiðnaðarmenn hafa lagt sérstaka áherslu á hækkun daglauna og styttingu vinnutíma og hefur orðið verulega ágengt.  Frá árinu 1990 hefur meðalvinnuvika rafiðnaðarmanna fallið úr 57 tímum niður í 45 tíma á viku, eða um 26%.   Frá árinu 1990 hafa meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna hækkað um 148% reiknað á núgildandi verðlagi, og eru í dag um 350 þúsund, þrátt fyrir að vinnutími hafi styst um 26% á sama tímabili.  Á þessu tímabili hafa umsamdar launahækkanir að meðtöldum öðrum umsömdum hækkunum verið liðlega 80% og hefur því launaskrið umfram umsamdar launahækkanir numið 65% og í raun töluvert meira sé tekið tillit til vinnutímastyttingar hjá rafiðnaðarmönnum.  Árið 1990 voru meðalmánaðarlaun rafiðnaðarkvenna tæp 100 þúsund, sem nam tæpum 70% af meðalheildarlaunum rafiðnaðarmanna. Í dag eru meðallaun rafiðnaðarkvenna 305 þúsund kr. á mánuði og eru því 87% af meðallaunum rafiðnaðarmanna.  Meðallaun rafiðnaðarkvenna hafa því hækkað frá árinu 1990 þriðjungi meir en hjá körlum í stéttinni.  Þarna gæti spilað inn að konur hafi sínum tíma ekki unnið jafnmikla yfirvinnu og rafiðnaðarkarlarnir, en eins og komið hefur fram þá hefur sókn í yfirvinnu minnkað mikið.[Meginmál]

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?