Fréttir frá 2005

11 21. 2005

Fróðleiksmolar frá Lífiðn - Spurt og svarað um séreignarsparnað

Flestir sem spara í viðbótarlífeyrissparnað spara sjálfir á bilinu 2 - 4% af launum. Þetta bil kemur til þannig að til að fá mótframlag frá launagreiðanda þarf launþegi að minnsta kosti að leggja fyrir 2% sjálfur, og að hámarki leyfa skattyfirvöld frestun á skatti af 4% af launum. Oft veltir fólk því fyrir sér hvort leyfilegt sé að greiða meira en 4% iðgjald í séreignarsjóð og því er fljótsvarað að það má.Kæri viðtakandi! Flestir sem spara í viðbótarlífeyrissparnað spara sjálfir á bilinu 2 - 4% af launum. Þetta bil kemur til þannig að til að fá mótframlag frá launagreiðanda þarf launþegi að minnsta kosti að leggja fyrir 2% sjálfur, og að hámarki leyfa skattyfirvöld frestun á skatti af 4% af launum. Oft veltir fólk því fyrir sér hvort leyfilegt sé að greiða meira en 4% iðgjald í séreignarsjóð og því er fljótsvarað að það má. Ef launþeginn kýs að leggja meira fyrir af sínum launum en 4% þá þarf hann fyrst að greiða skatt af þeim laun­um, en hinsvegar er ekkert því til fyrirstöðu að launþegi semji við launa­greið­and­ann um hærra mótframlag í séreignar­sjóð og er það talsvert algengt.   Hvaða reglur gilda um greiðslur úr séreignarsjóði? Lögin um lífeyrissjóði segja til um það hvernig útborgun skuli fara fram. Fólk getur byrjað að taka þennan sparnað út þegar það verður sextugt og þarf að dreifa honum með jöfnum greiðslum á þau ár sem það á eftir að 67 ára aldri, eða 7 ár ef það byrjar við sextugt. Ef það byrjar 61 árs að taka út sparnaðinn þá þarf að dreifa greiðslum á 6 ár, og þar fram eftir götum. Við 67 ára aldur má taka inneignina út í einu lagi, eða dreifa henni í jafnar greiðslur á eins mörg ár og hver vill. Eina undantekningin sem lögin leyfa á þessu er sú ef inneign er lægri en rúm 700 þúsund, þá má taka hana út í einu lagi eftir að 60 ára aldri er náð (upphæð breytist með neysluvöruvísitölu).   Hverjir þurfa sérstaklega að huga að séreignarsparnaði? Þeir sem fara seint út á vinnumarkað þurfa sérstaklega vel að huga að því að spara í séreign, þar sem full réttindi í lífeyrissjóð miðast við 40 ára inngreiðslutímabil í líf­eyris­­sjóð. Þeir sem hafa stofnað ehf. utanum sinn rekstur til að lágmarka skattstofninn sinn þurfa sérstaklega vel að huga að þessum málum líka, því með því að lágmarka skattstofn, lágmarka þeir einnig þann stofn sem þeir greiða af í lífeyrissjóð. Síðast en ekki síst - þeir sem vilja eiga möguleika á sveigjanlegum starfslokum verða að huga vel að þessum sparnaði.   Með góðri kveðju f.h. Lífeyrissjóðsins Lífiðnar   Jónína B. Bjarnadóttir

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?