Fréttir frá 2005

11 21. 2005

Menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra afhentur starfskynningardiskur

Í tilefni af 35 ára afmæli Rafiðnaðarsambandsins var gerður mjög vandaður tölvudiskur um störf og nám í rafiðnaðargeiranum sem sendur verður í alla grunn- og framhaldsskólanaÍ tilefni af 35 ára afmæli Rafiðnaðarsambandsins var gerður mjög vandaður gagnvirkur tölvudiskur um störf og nám í rafiðnaðargeiranum sem sendur verður í alla grunn- og framhaldsskólana. Menntsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir tóku við disknum við hátíðlega athöfn ásamt nokkrum unglingum úr grunnskólanum. Allmargir gestir voru við athöfnina sem fór fram í nýjum glæsilegum sal Gullhamra í Grafarholtinu. Þar á meðal 100 trúnaðarmenn rafiðnaðarmanna, en þeir voru á leið á árlega trúnaðarmannaráðstefnu sambandsins.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ávarpar hátíðina.   Valgerður Sverrisdóttir flutti einnig ávarp.   Barnakór Kársnesskóla söng nokkur lög við góðar undirtektir viðstaddra. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?