Fréttir frá 2005

11 21. 2005

Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ Selfossi 17. og 18. nóv. 2005

Árleg trúnaðarmannaráðstefna RSÍ var haldin 17. - 18. nóv. á Selfossi. Á ráðstefnuna mættu um 100 trúnaðarmenn RSÍ víðsvegar af landinu. Farið var yfir niðurstöður endurskoðunarnefndar ASÍ og SA. Auk þess var farið ítarlega yfir rekstur sambandsins. Árleg trúnaðarmannaráðstefna RSÍ var haldin 17. - 18. nóv. á Selfossi. Á ráðstefnuna mættu um 100 trúnaðarmenn RSÍ víðsvegar af landinu. Ráðstefnan hófst með því að Rannveig Sigurðardóttir framkv.stj. Félagsmálaskólans kynnti ný námskeið fyrir trúnaðarmenn þá sérstaklega námskeð sem verið er að setja á netið og trúnaðarmenn geta stundað í fjarnámi.     Ólafur Darri Andrason fór síðan yfir niðurstöður endurskoðunarefndar ASÍ og SA. Fjörlegar umræður urðu að loknu erindi Darra og voru trúnaðarmenn sammála um að samkomulag um tekjutengingu atvinnuleysisbóta, aðkomu ríkissjóðs að örorkubótaþátt almennu lífeyrissjóðanna væru tímamót, sem launamenn hefðu beðið allengi eftir og væri mikill sígur fyrir þá að hafða náð þessi markmiði. Fram kom í umræðum að þetta gæti vart verið annað en fyrsta skref. Vitanlega ætti að jafna að fullu þann mismun sem væri á milli lífeyrissjóða á almennum markaði og hinna opinberu sjóða í aðkomu ríkissjóðs að örorkubótaþættinum. Stefna þyrfti á að hækka þak tekjutengingar atvinnuleysisbóta í 250 þús. í næsta skrefi. Ráðstefnugestir voru sammála um að ný lög um starfsmannaleigur hefðu löngu verið tímabær, sama gilti um að jafna þátttöku ríkissjóðs í starfsmenntanámi við háskólanám.   Skiptar skoðanir voru um eingreiðslu SA. Það kom helst fram gagnrýni á að hún væri skilyrt við hversu lengi starfsmenn hefði verið hjá því fyrirtæki sem greiddu út greiðsluna. Þetta væri bætur sem næðu frá byrjun samningstíma og út næsta ár.   Formaður sambandsins setti ráðstefnuna   Seinni dagur hófst með því að Björn Ágúst Sigurjónsson gjaldkeri fór yfir rekstraráætlun sambandsins fyrir árið 2006. Að því loknu fór formaður ítarlega yfir reksturinn. Hann varði allnokkrum tíma í að fara yfir rekstur orlofskerfisins og lagði fram nokkrar hugmyndir, sem starfsmenn sambandsins hefðu um hvernig mætti bæta kerfið. sérstaklega var skipt upp í vinnuhópa sem fóru yfir mismunandi málaflokka. Ráðstefnunni lauk svo með því að farið var yfir niðurstöður hópanna.     Samþykkt var að fjölga íbúðum í Reykjavík. Þær 4 íbúðir sem sambandið á nú þegar í Reykjavík eru fullbókaðar allt árið væru gífurlega mikið notaðar af utanbæjarfélögum. Einnig var ákveðið að taka á leigu íbúð í Kaupmannahöfn og setja inn í orlofskerfið í vor. Ákveðið var að færa orlofshúsaeign í Árnessýslu á orlofssvæði sambandsins í Skógarnes við Apavatn. Stefna mætti á að framkvæmdir við það hæfust seinni hluta ársins 2006.     Hluti ráðstefnugesta   Ákveðið var að kanna með að fækka húsum við Kirkjubæjarklaustur og í Lóninu og taka frekar á leigu hús annarsstaðar. Fram komu óskir um að húsin í Básum yrðu stækkuð. Að öðru leiti voru ráðstefnugestir sáttir við hvernig staðið væri að rekstri orlofskerfisins. Umræða voru um hvort skipuleggja ætti hópferðir félagsmanna í golfferðir snemma á vorin eða á haustin til Spánar og nýta þá þar íbúðir.   Björn Ágúst Sigurjónsson gjaldkeri   Þegar skipulag trúnaðarmannakerfisins var rætt kom ma fram að fylgjast þyrfti betur með að trúnaðarmenn væru kosnir reglulega. Sambandið sýni frumkvæði í því að gera trúnaðarmenn virkari og þrýsti á um að þær sæki námskeið. Komið verði upp innra samskiptaneti fyrir þá. Aukið verði við kynningarefni sem sent er út.     Vinnuhópur að störfum   Hvað varðar Styrktarsjóðinn kom fram að hann hafi verið vel rekinn og bótareglur uppfærðar í samræmi við tryggingargetu sjóðsins. Fram kom að kynna þyrfti betur bótarétt. Td væru vafalaust margir sem hefði látið glepjast á auglýsingum bankana um 80% launatryggingu gegn viðskiptum og ínnlögn séreignarsjóðs. Félagsmenn RSÍ væru búnir að vera með þessa tryggingu og reyndar mun víðtækari en bankarnir bjóða upp á í 10 ár, án þess að þurfa að greiða nokkuð fyrir hana.     Þór Ottesen skrifstofustj. RSÍ setur upp glærusettið   Í umræðu um menntakerfið kom fram að auka þyrfti kynningu á fyrirlestrum, og fylgjast þyrfti vel með öllum möguleikum í að fjölga faglegum námskeiðum. Þar kom fram að töluvert vantaði á að hugmyndir kæmu frá mönnum um hvaða námskeið þeir ættu við þegar verið væri að tala um fjölgun námskeiða     Vinnuhópur skráir niðurstöður sínar   Fram kom að trúnaðarmenn væru ákaflega sáttir við hvernig staðið væri að almennum rekstri sambandsins, en bæta mætti aðkomu og afgreiðsluna í Stórhöfðanum. Sett var fram könnun á því hvort menn vildu breyta fyrirkomulagi þessara ráðstefna og eins sambandstjórnarfunda á vorin. Fram kom að umtalsverður meirihluti vildi halda í það skipulag sem tekið hefði verið upp fyrir 2 árum að byrja seinni part fimmtudags og vera út föstudag.   Árni Jón Baldvinsson trúnaðarmaður RÚV setur fram sínar skoðanir    

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?