Fréttir frá 2005

11 23. 2005

Frjálshyggjumenn vilja taka hraðlest til lægstu kjara, svo þeir geti hrifsað til sín sem mest að launum bláfátækra launamanna.

Frjálshyggjumenn og aðrir öfgakenndir hægri menn fara mikinn þessa dagana í tilraunum sínum til þess að tryggja það að launamenn frá láglaunasvæðum fái engar úrbætur sinna mála. Um þetta er ma tekist harkalega á þingi Evrópuráðsins. Frjálshyggjumenn og aðrir öfgakenndir hægri menn fara mikinn þessa dagana í tilraunum sínum til þess að tryggja það að launamenn frá láglaunasvæðum fái engar úrbætur sinna mála. Um þetta er ma tekist harkalega á þingi Evrópuráðsins.     Öfgakenndir hægri menn og Frjálshyggjumenn berjast fyrir því að þau launakjör sem eru í búsetulandi launamanns ráði, fari þeir til starfa í landi þar sem kjör eru hærri. Þetta þekkjum við vel hér heima í baráttu forsvarsmanna starfsmannaleiga og lögmanns þeirra. Það hefur ítrekað komið fram að þeir vilja sniðganga íslensk lágmarkskjör og fá heimild til þess að greiða þessum sárfátæku launamönnum um og yfir 20 þús. kr. á mánuði fyrir vinnuviku sem er um og yfir 50 klst. Auk þess að rukka þá um margskonar gjöld.   Vélaverkstæði sem erlendum málmiðnaðarmönnum er búið við Kárahnjúka.   Forseti Frakklands Jack Chirac og forsætisráðherra Austurríkis Wolfgang Schüssel fara fyrir þeim sem berjast gegn þessu. Þeir hafa bent á það í málflutning sínum, að nái Frjálshyggjumenn sínu fram, jafngildi það að vinnumarkaður Evrópu taki hraðlest niður til þeirra kjara sem lægst eru á Efnahagssvæðinu. Það sé einmitt það sem málsvarar starfsmannaleiganna og þjónustusamninganna vilji, svo þeir geti hámarkað arð sinn á kostnað hinna bláfátæku launamanna, og nýta sér ástand þeirra svæða þar sem atvinnuleysið er mest og kjörin lökust.   Máli sínu til varnar halda hinir öfgakenndu hægri menn og Frjálshyggjumennirnir því fram að Chirac og skoðanabræður hans séu haldir kynþáttafordómum og sýni þessu fólki fjandsamlega andstöðu með því að standa gegn því að launamenn frá láglaunasvæðunum fái vinnu. Hér er hlutunum augljóslega snúið á haus. Það eru fáir sem skilja hvernig í ósköpunum Frjálshyggjumenn geta komst að þessari niðurstöðu. Hún er í raun ekkert annað en ósvífin tilraun Frjálshyggjumanna til þess að dylja ómannúðleg sjónarmið þeirra og gróðahyggju. Þeir eru að nýta sér stöðu atvinnulausra bláfátækra fjölskyldufeðra sem taka sig upp og halda til norðursins í óvissuna til þess að afla fjölskyldu sinni nauðþurfta og koma börnum sínum til manns.      Kaffiskúr erlendra verkamanna við Kárahnjúka   Samtök launamanna bæði hér á Norðurlöndum og í fyrrverandi Vestur-Evrópu löndum hafa eins og margoft hefur komið fram boðið erlenda launamenn frá láglaunasvæðum fyrrv. Austu-Evrópu landanna velkomna til starfa og gert allt til þess að tryggja þeim eðlileg laun og aðbúnað. Þau hafa komið í veg fyrir að talsmenn þjónustusamninga og starfsmannaleiga nái sínu fram, þrátt fyrir að öll brögð í bókinni séu nýtt til þess að hafa af hinum bláfátæku mönnum laun og kjaratengd réttindi. Samfara þessu eru Frjálshyggjumenn að stuðla að því að laun heimamanna dragist niður til þess sem lakast er á Evrópska efnahagssvæðinu, því augljóslega tapa þeir annars vinnu sinni. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?