Fréttir frá 2005

11 23. 2005

Samningur við Elektrovod

Í dag var undirritaður samningur við Elektrovod um launakjör við Sultartangalínu. Undanfarna mánuði hafa verið að störfum hér landi á annað hundrað línumenn við að reisa nýja raflínu frá Sultartanga í Hvalfjörð til Norðuráls. Þeir koma frá Króatíu og Slóvakíu og vinna hjá fyrirtækjunum Elektrovod og Dalekovod. Í dag var undirritaður samningur við Elektrovod um launakjör við Sultartangalínu. Undanfarna mánuði hafa verið að störfum hér landi á annað hundrað línumenn við að reisa nýja raflínu frá Sultartanga í Hvalfjörð til Norðuráls. Þeir koma frá Króatíu og Slóvakíu og vinna hjá fyrirtækjunum Elektrovod og Dalekovod. Áður en vinna hófst við línuna höfðu þessi fyrirtæki samband við íslensk stéttarfélög og þeim tilkynnt að farið yrði í einu og öllu eftir þeim kjarasamningum, sem giltu á hér á landi fyrir þessi störf, eins og landslög kveða á um.   Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hafa starfsmenn RSÍ verið í samskiptum við þessa félaga okkar og átt góð samskipti við þá. Það kom í ljós fyrir nokkru að tímaskriftir í matar- og kaffihléum og ferðatímum voru ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga. Haft var samband við fyrirtækin og tóku þau á málinu með eðlilegum hætti. Að fenginni niðurstöðu var haldin fundur á mánudagskvöld í Borgarnesi þar sem þessir félagar okkar búa, á fundinn mætti á annað hundrað manna. Drög að samning var borinn undir fundinn og samþykkt samhljóða að heimila undirritun samningsins.   Fundur er svo fyrirhugaður með fulltrúum Dalekovod í byrjun næstu viku.   Svona mál á ekki undir venjulegum kringumstæðum erindi á heimasíðuna. En okkur þótti ástæða til þess að setja þetta má fram vegna þeirrar umræðu sem hefur farið fram í þjóðfélaginu. Mál sambærileg þessu eru leyst hér skrifstofunni á hverjum degi hávaðalaust í fullri vinsemd og virðingu beggja aðila, sama hvort um sé að ræða innlend eða erlend fyrirtæki og innlenda eða erlenda rafiðnaðarmenn.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?