Fréttir frá 2005

11 24. 2005

Þegiðu, annars höfða ég meiðyrðamál!

Fyrir nokkru síðan sagði ég í viðtali við sjónvarpsstöð, að ég hefði oft sagt í ræðu og riti að það væri ekki hægt að greina á milli skúrka sem seldu fólk í kynlífsánauð eða þeirra starfsmannaleiga sem væru draga sér hluta af launum bláfátækra og atvinnulausra fjölskyldufeðra. Í mínum augum væri þetta glæpastarfsemi af sama meiði. Lögmaður tiltekinna starfsmannaleiga hér á landi fór þá i fjölmiðla og sagði að hann hefði ásamt umbjóðendum sínum ákveðið að höfða meiðyrðamál gegn mér. Fyrir nokkru síðan sagði ég í viðtali við sjónvarpsstöð, að ég hefði oft sagt í ræðu og riti að það væri ekki hægt að greina á milli skúrka sem nýttu sér fátækt og örbyrgð barna og stúlkna í Austur-Evrópu til þess að selja þær í kynlífsánauð og starfsmannaleiga sem nýttu sér neyð bláfátækra og atvinnulausra fjölskyldufeðra með því að hafa af þeim hluta launa þeirra og lögbundinna réttinda. Í mínum augum væri þetta glæpastarfsemi af sama meiði.   Lögmaður tiltekinna starfsmannaleiga hér á landi fór þá i fjölmiðla og sagði að hann hefði ásamt umbjóðendum sínum ákveðið að höfða meiðyrðamál gegn mér. Með þessum ummælum hæstaréttarlögmannsins var hann í sjálfu sér að taka þau til sín. Margir hafa komið að máli við og spurt um hvernig málið gangi. Staðan er sú þegar þetta er skrifað að ég hef ekki fengið neina tilkynningu um þessa málshöfðun.   Það getur ekki talist annað en ámælisvert þegar hæstaréttarlögmaður fer í fjölmiðla og segir að einhver einstaklingur hafi brotið af sér með þeim hætti að hann ætli að kæra viðkomandi, en gerir síðan ekkert í málinu. Hann er fagmaður, ummæli hans hafa leiðandi áhrif. Sá sem situr undir dómi hæstaréttarlögmannsins fær ekki tækifæri til þess að verja sig. Tilgangur hæstaréttarlögmannsins virðist hafa verið sá einn að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir að dregnar séu fram í dagsljósið vafasamir þættir í starfsemi umbjóðenda hans.   Það er nú svo að ég stend fyllilega við þau orð sem ég haf margoft sagt. Ég stend líka við þau orð sem ég sagði um umbjóðanda hæstaréttarlögmannsins, þegar ég sagði að það gengi ekki að koma þannig fram við fólk að hóta því líkamsmeiðingum og hafna því að gera upp laun með eðlilegum hætti. Ég stend líka við þau orð að þau ummæli sem hæstaréttarlögmaðurinn hefir ítrekað haft um samtök launamanna og starfsmenn þeirra í fjölmiðlum eru ómerkilegar dylgjur og reyndar mög alvarlegar ásakanir. Þar á ég við ummæli hæstaréttarlögmannsins um að "Verkalýðsrekendur sópi til sín gjöldum af launþegum þessa lands nauðugum viljugum."Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?