Fréttir frá 2005

12 12. 2005

Félagshyggja að ryðja sér rúms í S-Ameríku

Alþjóðlegt þing sambands byggingar- og tréiðnaðarmanna var haldið í Buenos Aires dagana 5. ? 9 des. 2005. Þingið sátu 508 fulltrúar frá 155 löndum. Í alþjóðasambandinu eru 1.8 millj. félagsmanna. Á þinginu var samþykkt að stofna nýtt alþjóðasamband með öðru sambærilegu sambandi byggingarmanna. Í hinu nýja sambandi eru um 2.2 milljónir félagsmanna.   Á þinginu beindu menn sérstaklega sjónum sínum að þjóðfélögunum í Suður-Ameríku. Í setningaræðum og umræðum kom fram að það sé erfitt að sætta sig að meðan S-Ameríkumönnum sé gert að búa við mikla fátækt, þá sé land með mikið ríkidæmi ekki fjarri og vilji nýta stöðuna í S-Ameríku til þess að viðhalda óbreyttu ástandi. 4 af hverjum 10 búa við mikla fátækt í álfunni. USA eyðir gífurlegum fjárhæðum í vopn. Nýta ætti það fjármagn til uppbyggingar atvinnulífs og lýðræði. Bush myndi ná mun lengra og meiri árangri í baráttu sinni gegn hryðjuverkum með því að byggja upp atvinnulífið með samtökum launamanna og gera þeim kleift að berjast fyrir auknum réttindum. Alþjóðlegt þing sambands byggingar- og tréiðnaðarmanna var haldið í Buenos Aires dagana 5. ? 9 des. 2005. Þingið sátu 508 fulltrúar frá 155 löndum. Í alþjóðasambandinu eru 1.8 millj. félagsmanna. Á þinginu var samþykkt að stofna nýtt alþjóðasamband með öðru sambærilegu sambandi byggingarmanna. Í hinu nýja sambandi eru um 2.2 milljónir félagsmanna.   Anita Normark framkv.stj. Alþjóðasambands byggingar og tréiðnaðarmanna   Á þinginu beindu menn sérstaklega sjónum sínum að þjóðfélögunum í Suður-Ameríku. Í setningaræðum og umræðum kom fram að það sé erfitt að sætta sig að meðan S-Ameríkumönnum sé gert að búa við mikla fátækt, þá sé land með mikið ríkidæmi ekki fjarri og vilji nýta stöðuna í S-Ameríku til þess að viðhalda óbreyttu ástandi. 4 af hverjum 10 búa við mikla fátækt í álfunni. USA eyðir gífurlegum fjárhæðum í vopn. Nýta ætti það fjármagn til uppbyggingar atvinnulífs og lýðræði. Bush myndi ná mun lengra og meiri árangri í baráttu sinni gegn hryðjuverkum með því að byggja upp atvinnulífið með samtökum launamanna og gera þeim kleift að berjast fyrir auknum réttindum.   Félagsleg undirboð leiða til lakari stöðu launamanna á láglaunasvæðum, sem leiði til vonleysi og reiði vegna óréttlætis. Þar skapast frjósamur jarðvegur fyrir uppeldi hryðjuverkamanna. Þar er auðvelt að ná til ungs fólks og sannfæra það um nauðsyn óhugnanlegra hryðjuverka. Ef ná á til róta þessa vanda, verður það ekki gert með aðferðum Bush. Frjálshyggjumenn eru blindaðir af auðhyggju og láta ekki mannlíf bláfátækra verkamanna standa í vegi sínum til þess að ná arði. Þeir berjast gegn stéttarfélögunum og reyna allt til þess að koma í veg fyrir að launamenn nái sambandi við þau. Þeir vita að þar eru einu vopn launamanna. Ef hinn bláfátæki sættir sig ekki við það sem að honum er rétt, þá er honum umsvifalaust hent á dyr út í atvinnuleysið.   Hlutverk stjórnvalda á að vera að stuðla að uppbyggingu stéttarfélaga á þeim svæðum sem atvinnurekendur standa í vegi fyrir því að launamenn nái fram auknum réttindum. Frjálshyggjumenn gera látlausar atlögur að félagslegum réttindum. Þeir reyna með góðri aðstoð USA, að halda  því fram að stéttarfélög séu látinn. Þau hafi dáið með falli kommúnsinmans. Þessi fullyrðing er röng það sést best á því að er þar sem verkalýðsfélögin eru sterkust ríkir mestur friður á vinnumarkaði þar er jafnastur hagvöxtur, jafnrétti mest og fjölskyldum búin besta aðstaðan.   Snúið frá frjálshyggjunni Undanfarin misseri hafa einkennst af viðsnúning frá öfgakenndri frjálshyggju, sem stjórnað var frá Washington, til uppbyggingar mannvænlegri þjóðfélaga. Fólkið er löngu búið að fá nóg af hörmungum undanfarinna áratuga. Þar sem einræðisherrar drottna studdir af herfylkjum með stjórnvöld Bandaríkjanna sem öflugan bakhjarl. Þúsundir almennra borgara hafa verið sviptir lífi og enn fleiri settir í fangelsi án nokkurrar ásættanlegrar ástæðu. Á hverju ári voru hundruðir trúnaðarmanna launþega sviptir lífi. Almenningur hefur mátt búa í sívaxandi örbyrgð, á meðan örfáir einstaklingar hafa sópað til sín gífurlegum auðæfum.   Luis Inácio Lula da Silva forseti Brasilíu, hefur farið fyrir nýrri öldu vaxandi félagshyggju í S-Ameríku.  Hugo Cháviz forseti Venúzuela og Néstor Kirchener forseti Argentínu, Tabaré Vázquez forseti Úruguay fylgja sömu stefnu. Nú stendur yfir kosningabarátta í Bólivíu þar sem allar líkur eru á að indíánaleiðtoginn Evo Morales fari með sigur af hólmi í kosningum sem verða á næstunni. Hann er yfirlýstur félagshyggjumaður. Forsetakosningar verða í flestum ríkjum S-Ameríku næsta ár og standa væntingar til að enn fleiri félagshyggjumenn komist til valda og þeir sem fyrir eru verði endurkjörnir.   Washingtonstjórnin hefur krafist þess að bandarísk fyrirtæki fái að setja upp verksmiðjur í S-Ameríku og starfa þar á eigin forsendum. Hinir S-Amerísku félagshyggjuforsetar hafa svarað með því að það sé ekki nóg að skapa atvinnu til þess eins að skila launum sem rétt dragi til þess að launamenn geti skilað mati á borð fjölskyldu sinnar. Huga verði að aðbúnaði á vinnustað, atvinnuöryggi og sjálfvirðingu launamanna. Koma verði í veg fyrir að hægt sé að henda fólki út um dyrnar út í atvinnuleysi, á þeim forsendum einum að mótmælt hafi verið hvernig komið sé fram við það, eða aðbúnaði. Áberandi voru yfirlýsingar um að S-Ameríkumenn vilji ekki vera nýlenda frá USA, þeir vilji sjálfstæði, félagslega og mannlega reisn. Vinnumarkaðurinn verði sífellt hnattrænni og alþjóðasamtök launamanna hafa betri tækifæri til þess að ná árangri. Koma verði í veg fyrir félagsleg undirboð. Bláfátækt fólk í löndum eins og Kína sé nýtt til þess að halda niðri launum í öðrum löndum.   Forseti Brasilíu segir stefna USA sé að gera fátæka fátækari og hina ríku ríkari Lula forseti Brasilíu hefur sagt að S-Ameríkumenn sé búnir að fá nóg af því að vera stjórnað harðri hendi frá Washington. Fátækt fólk verði sífellt fátækara og hinir ríku ríkari. Chávez forseti Venúzuela hefur kallað eftir efnahagslegu og pólitísku samstarfi S-Ameríkuríkjanna til að minnka áhrif USA í heimsálfunni.  Ástandið er verst í Kólumbíu. Þar stjórnar Alvaro Unite sem er sauðtryggur vinur Bush og fylgir umyrðalaust tilskipunum frá ráðgjöfunum í Washington. Mannréttindi eru fótum troðinn og trúnaðarmenn starfsmanna miskunnarlaust myrtir ef þeir voga sér að gera athugasemdir um aðbúnað eða launakjör. Fjölmargir eru settir í fangelsi þar sem þeir hverfa. Einnig er algeng aðferð að splundra heimilum þeirra sem taldir eru vilja stuðla að samtökum launamanna. Heilbrigðisþjónusta er einungis fyrir þá sem eiga peninga. Vatnsveitur hafa verið seldar og í dag fá þeir einir vatn sem geta greitt fyrir það uppsett verð.   Frjálshyggjumenn setja lög sem eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að stofna og reka stéttarfélög. Starfsmenn stéttarfélaganna búa við linnulausar árásir. Nýverið voru 20 drepnir í Kólumbíu og um 40 fangelsaðir og heimili þeirra voru lögð í rúst. Í Gutemala voru nýlega myrtir 18 trúnaðarmenn vinnustaða þegar þeir voru að krefjast bætts aðbúnaðar á vinnustöðum. Stór fjöldi þeirra er í fangelsum og búa þar við hroðalegan aðbúnað. Það sem þessir menn hafa unnið sér til saka, er að setja fram athugasemdir um aðbúnað og öryggi á vinnustöðum.   Ávarp félagsmálaráðherra Argentínu. Félagsmálaráðherra Argentínu Carlos Tomada ávarpaði þingið og sagði ma að ein af helstu skoðunum Peron er að grunnþörf mannsins væri félagskapur. Hann fyndi sér maka og þau mynduðu fjölskyldu. Þær hefðu á sínum tíma myndað hópa til þess að veiða. Hópurinn hefði tryggt öryggið. Í dag þurfum við samstöðu hópsins til þess að berjast við Frjálshyggjuvaldið, sem hefur valdið ómælanlegum hörmungum í S-Ameríku með græðgi sinni og óbilgirni gagnvart fátækum launamönnum. Okkur er fyrst nú að takast að brjóta af okkur oki frjálshyggjunnar og vegur fjölskyldunnar er farinn að batna.   Grunnþörf allra er friður, menntun, öryggi og atvinna. Löndin í S-Ameríku standa í félagslegri skuld við þegna sína. Við þurfum aðstoð stéttarfélaganna til þess að jafna þessa skuld. Betri laun og meiri atvinna er grunnur þess að okkur takist að styðja fjölskyldur Argentínu og búa þeim það umhverfi sem þær eiga skilið. Menn verða að átta sig á því og ekki síst Bush og hann ráðgjafar að við erum ekki bara að tala um störf sem skila einhverjum launum, við erum að tala um bættan að búnað, atvinnuöryggi, rétt fólks til þess að setja fram kröfur og athugasemdir. Argentínu hefur miðað vel. Í byggingargeiraum hefur atvinnuleysi minnkað úr 25% í 10%. Þetta var kleift vegna góðs samstarfs milli ríkisvalds, stéttarfélaga og samtaka byggingarfyrirtækja.   Við náum engu fram ein. Stéttarfélögin eru uppruni og farvegur hugmynda um hvernig við getum náð árangri í baráttu okkar til betra lífs. Þau eru hið vitræna vopn okkar til þess að ná lengra. Við eigum aldrei að staðnæmast. Þess vegna þurfum við að hittast á fundum og ráðstefnum þar sem hugmyndir koma upp og hefja ferli sitt í mótun til öflugra vopna sem nýtast í baráttunni. Stéttarfélögin eru eitur í beinum frjálshyggjumanna. Þau standa í veg i fyrir því að þeir komist upp með að hámarka arð sinn á kostnað bláfátækra launamanna.   Við erum fyrst að fremst að ná árangri á leið okkar til lýðræðis frá stjórn einræðisherra studdum af herfylkjum studdum af USA. Við höfum með mikilli baráttu tekist að skapa þá stöðu að við eigum að ná lengra, nú er svigrúm til þess. Við höfum misst marga af félögum okkar á þessa grýttu leið.  Við sem mótum stefnu stéttarfélaganna berum mikla ábyrgð í því hvernig lönd okkar þróast. Við eigum að horfa til betri veraldar Við ætlum áfram upp á við og berjast fyrir betri veröld.   Kynlífsþælkun og barnaþrælkun eru hlutir sem við eigum ekki að þola og okkur ber skylda til þess að ráðast að þessu. Við eigum að skapa þá stöðu á vinnustaðnum að starfsmaðurinn geti horfst í augu við vinnuveitanda sinn ekki á skó hans. Við erum að berjast fyrir sjálfsvirðingu og atvinnuöryggi. Ekki sé hægt að henda okkur út um dyrnar þegar vinnuveitandanum þóknast. Guðmundur Gunnarsson  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?