Fréttir frá 2005

12 18. 2005

Launaleynd - jafnrétti í launum

Það hefur margoft komið fram að háskólanemar leita oft til skrifstofu RSÍ eftir upplýsingum og ítarefni. Einnig er heimasíðan mikið notuð í þessu efni. Við höfum undanfarið fengið nokkra spurningar um launaleynd. Hér eru nokkrar hugleiðingar um það efni.  Það hefur ekki verið tekin nein formleg afstaða gagnvart launaleynd hjá RSÍ.  En þetta er ákaflega vel þekkt í rafiðnaðargeiranum og ekki talin nein sérstök ástæða til þess að standa gegn launleynd eða vera að álykta eitthvað um hana. Æði oft er það svo að umræða um kjaramál og þróun á þeim vettvangi er tekin til umfjöllunar af fólki sem hefur takmarkaða reynslu og byggir oft niðurstöður sýnar á sjálfgefnum forsendum og klysjum.   Það má leiða að því sterk rök, það byggi ég á reynslu að bann á launaleynd muni mjög líklega stuðla að minna launaskriði og skerða tekjumöguleika þeirra sem standa sig vel og leggja sig fram.    Launaþróun í rafiðnaðargeiranum hefur verið jöfn og stígandi og hefur kaupmáttur vaxið að jafnaði um 3.5 - 5% á ári.  Rafiðnaðarmenn hafa lagt sérstaka áherslu á hækkun daglauna og styttingu vinnutíma og hefur orðið verulega ágengt.  Frá árinu 1990 hefur meðalvinnuvika rafiðnaðarmanna fallið úr 57 tímum niður í 45 tíma á viku, eða um 27%.   Árið 1990 voru meðalmánaðarlaun rafiðnaðarkvenna tæp 100 þúsund, sem nam 65% af meðalheildarlaunum rafiðnaðarmanna.  Í maí 2005 var gerð könnun og þá reyndust  meðallaun rafiðnaðarkvenna vera 305 þúsund kr. á mánuði og eru 87% af meðallaunum rafiðnaðarmanna.  Meðallaun rafiðnaðarkvenna hafa því hækkað frá árinu 1990 þriðjungi meir en hjá körlum í stéttinni.  Við skoðun kemur í ljós að engin munur ár á reglulegum laun (föstum daglaunum) hjá rafiðnaðarkarla og -kvenna.  Sá launamunur sem kemur fram í heildarlaunum er vegna þess að konur vilja ekki vinna jafnmikla yfirvinnu og karlmenn.   Helstu niðurstaða könnunar í maí 2005 : Meðallaun rafkarla með sveinspróf er 350.000 . Hæsta gildi 1.050.000 - Lægsta gildi 275.000. - Miðtala 358.000. Yfirgnæfandi stærsti hópurinn er á bilinu 310.000 - 400.000, enda er miðtala nánast sú sama og meðaltalið   Laun tiltölulega jöfn um allt landið utan Vestfjarða, sem eru töluvert lægri   Regluleg laun (föst daglaun með föstum greiðslum) eru 275.00. Meðalvinnuvika er 46 klst.   Meðallaun rafkvenna kr. 305.000. Hæsta gildi 590.000 - Lægsta gildi 247.000 - Miðtala 320.000. Stærsti hópurinn liggur í bilinu 270.00 til 320.00.   Regluleg laun (daglaun með föstum greiðslum ) er þau sömu og hjá körlum. Meðalvinnuvika rafkvenna með sveinspróf eru rétt liðlega 40 tímar   Staða kvenna á vinnumarkaði Hún hefur batnað með aukinni menntun og aukinni atvinnuþátttöku.  Jöfnun hlutverkaskipta á heimila hefur einnig stórbatnað.  Helstu hlutverk stéttarfélaganna í kjarasamningum framtíðarinnar verða samþætting starfa og fjölskyldulífs.  Sveigjanlegur vinnutími svo báðir foreldrar geti sinnt starfsframa símum og um leið verið jafnir þátttakendur í lífi barna sinna.  Stéttarfélögin verða að beina þróun velferðaríkisins í þann farveg að búa barnafjölskyldum betri skilyrði.   Þessu tengist einnig það að bæta aðgengi að starfsmenntun fyrir þann sem hverfur af vinnumarkaði um lengri eða skamma tíma.  Það á að jafna aðgang að framhaldsmenntun í Háskólum og starfsmenntun.  Þar á ég við að háskólanámi fylgja margskonar niðurgreiðslur hins opinbera á meðan fá þeir sem stunda vilja starfsmenntun ekkert.  Stefna á að því að launamenn geti fengið tímabundið námsorlof á nokkurra ára fresti.  Í nágrannalöndum njóta launamenn samskonar réttinda í námsorlofi og í atvinnuleysi. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?