Fréttir frá 2005

12 21. 2005

Sjálftaka ráðamanna - Allur Pakkinn

Öll þekkjum við ræður ráðamanna þegar almennt launafólk gengur að samningaborðinu. Þegar kemur að ákvarða launahækkun ráðamanna þá eru ætíð notar til viðmiðunar þær prósentutölur sem samið er um á almennum markaði þegar verið er að lyfta lægstu launum. Og alltaf koma sömu menn fram í fréttum sjónvarpstöðva og þykjast ekkert geta gert, þeir bara verði að taka á móti þessu lögum samkvæmt. Hverjir settu þessi lög? Enn einu sinni verðum við vitni af mótsagnarkenndum vinnubrögðum ráðamanna. Öll þekkjum við og munum vel ræður ráðherra og þingmanna þegar almennt launafólk gengur að samningaborðinu. Oftast er það nú svo að það tekst að lyfta lægstu launum meir en hin almenna launahækkun verður. En einhverja hluta eru þær prósentutölur sem er samið um þegar verið er að lyfta lægstu launum ætíð notaðar þegar launahækkanir þingmanna og ráðherra eru ákveðnar. Alltaf koma sömu menn fram í fréttum sjónvarpstöðva og þykjast ekkert geta gert, þeir bara verði að taka á móti þessu lögum samkvæmt. Hverjir settu þessi lög?   En þetta er bara helmingur málsins, mótframlag ríkissjóðs vegna eftirlauna og lífeyriss ráðherra og þingmanna gleymist einhverra hluta ætíð þegar fjallað er um launakjör þeirra. Almennir launamenn greiða eins og þingmenn og ráðherrar 4% af launum sínum í lífeyrissjóð. Mótframlag vinnuveitanda er reyndar nokkuð misjafnt vegna ákvæða um séreignagreiðslur, en það er á bilinu 11.5% upp í 15,5%. Mótframlag ríkisjóðs (lesist skattgreiðenda) vegna eftirlauna og lífeyris ráðherra hækkaði töluvert þegar þeir afgreiddu eftirlaunafrumvarpið fræga og eru vel liðlega 100%. Mótframlag ríkissjóðs vegna þingmanna er um 40%.   Með öðrum orðum mánaðarlaun ráðherrar og helstu embættismanna eru ekki milljón krónur, þeir eru með helmingi hærri laun. Þessu sleppa ráðherrar og þingmenn þegar þeir eru að bera laun saman við almenna launamenn. Allir vita það að ef almennir launamenn ætla að ná fram auknum lífeyrisréttindum er það reiknað sem aukinn launakostnaður og þeir verða að velja milli, beinnar launahækkunar eða hækkun mótframlags í lífeyrissjóð.   Þingmenn og ráðherrar njóta einnig margskonar annarra fríðinda sem þeir hafa sjálfir ákvarðað. Td má benda á að venjulegur lífeyrisþegi missir tekjutryggingu sína hafi hann aðrar tekjur. Þingmenn og ráðherrar settu öryrkja og lífeyrisþega í fátæktargildru. Sömu menn settu aftur á móti sérákvæði vegna sinna eigin eftirlauna, þau skerðast ekki hafi þeir aðrar tekjur, td við ritstörf!!.   Rafiðnaðarmenn taka undir þær athugasemdir sem framkvæmdastjórar ASÍ og SA hafa sett fram. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?