Fréttir frá 2005

12 21. 2005

Íbúð í Kaupmannahöfn

 Undanfarið hafa margir félagsmenn sent fyrirspurn til skrifstofunnar um hvort ekki mætti bæta við íbúð í Kaupmannahöfn við orlofskerfið. Miðstjórn og trúnaðarráðstefnan í haust samþykktu að þetta yrði gert og starfsmönnum var falið að finna íbúð. Nú standa yfir samningaviðræður um íbúð, sem væntanlega verður sett inn í kerfið í apríl. Um er að ræða 120 ferm íbúð sem er rétt við Grábræðratorg, sem er örstutt frá Strikinu. Tvö herbergi eru í íbúðinni og svefnaðstaða fyrir 6 manns. Rúmgott eldhús og stór stofa.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?