Fréttir frá 2005

12 27. 2005

Úr jólablaði Vísbendingar

Vísbending sendi nokkrar spurningar til formanns Rafiðnaðarsambandsins og bað um viðhorf verkalýðsforingja á meðfylgjandi spurningum  Hvað eru peningar? Peningar verða oft að kjarna lífsins og gera okkur að þrælum. Jesús varaði okkur við og sagði að það væri auðveldara troða úlfalda í gegnum auga stoppunálar en fyrir auðugan mann að komast til himnaríkis.   Hvernig er best að eyða peningum? Peningar eru til lítils ef ekki er til staðar þekking til þess að nýta þá. Göng í gegnum fjöll eru til lítils, ef ekki er tæknileg þekking handan fjallsins til þess að nýta tækifærin.   Hver er munurinn á að eiga ofgnótt og ekkert af peningum? Þegar Napóleon var sagt af sjóðliðsforingja sem var nýkominn frá Loocho eyju að þar væru engin vopn. Þá spurði Napóleon furðu lostinn; ?Hvernig í ósköpunum fara þeir að því að berjast?? Svarið var; ?Þeir berjast aldrei, þeir eiga nefnilega enga peninga.?   Hvernig er hægt að lýsa ?peningahyggjunni? á Íslandi í dag? Ég fékk bréf um daginn frá "þínu eina hjartans mótframlagi". Þarna birtist veruleiki lágmenningarinnar blindaður af fégræðginni. Peningar eru ekki ígildi tilfinninga. Minn auður er ástin og hún er verðmætari en þær innistæður sem bankinn býður.   Hvað mýtur um peninga´eru þér hugleiknastar? Þegar hann hafði eignast hanann, ásældist hann alikálfinn, þetta er sú mýta sem ætíð fylgir auðmönnum. Ágirnd getur aldrei leitt til annars en eilífrar fátæktar.   Sú mýta sem eigendur fjármagnsins hafa skapað um að þeir hafi forgang að þeim arði sem hin vinnandi hönd skapar, er orsök þess ófriðar sem ætíð ríkir á vinnumarkaði.   Það er í sjálfu sér afskaplega praktískt að eiga peninga, en þeim fylgir sú ranga mýta að græði einn, tapi annar. Velgengni eins leiðir ekki sjálfkrafa til þess að annar verði undir.   Ríkistjórnin vill að við trúum þeirri mýtu að hún hafi skapað aukinn hagvöxt. Hið rétta er að hún hefur einfaldlega ekki gætt aðhalds í útgjöldum. Kaupgeta hefur aukist vegna betra aðgengis að lánum, kaupmáttur er ekki það sama kaupgeta. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?