Fréttir frá 2005

12 29. 2005

Rafiðnaðarsambandið, Samiðn og Starfsgreinasambandið undirrita samstarfssamning um stuðning við verkalýðsfélög í Eystrasaltslöndunum.

Í dag var undirritaður samningur um að Rafiðnaðarsambandið, Samiðn og Starfsgreinasambandið um undirbúning samstarfs um hvernig sé hægt að styðja sem best við bakið á verkalýðshreyfingunni í Eystrasaltslöndunum. Þetta skiptir íslenska launamenn miklu máli því íslensk fyrirtæki hafa lokað verksmiðjum og vinnustöðum hér og flutt fjölmörg störf úr landi. Hjálagt er skýrsla sem skrifuð var eftir ráðstefnu norrænu rafiðnaðarsambandana um sama málefni og var birt hér á heimasíðunni.    Í dag var undirritaður samningur um að Rafiðnaðarsambandið, Samiðn og Starfsgreinasambandið um undirbúning samstarfs um hvernig sé hægt að styðja sem best við bakið á verkalýðshreyfingunni í Eystrasaltslöndunum. Þetta skiptir íslenska launamenn miklu máli því íslensk fyrirtæki hafa lokað verksmiðjum og vinnustöðum hér og flutt fjölmörg störf úr landi. Hjálagt er skýrsla sem skrifuð var eftir ráðstefnu norrænu rafiðnaðarsambandana um sama málefni og var birt hér á heimasíðunni   Starfsemi rafiðnaðarmanna í Balkanlöndunum. Stjórn NEF (Norræna rafiðnaðarsambandið) hélt stjórnarfund í Tallin 3. júní 2004 og síðan ráðstefnu með forsvarsmönnum rafiðnaðarsambanda Lettlands og Eistlands  sem lauk þ. 4. júní.   Eistland. Þar er höfuðborg Tallinn. Fjöldi íbúa: ca. 1,4 milljónir. Forfeður þeirra sem nú byggja Eistland hafa búið meðfram austurströnd Eystrasalts í þúsundir ára. Eistlendingar eru álitnir hæglátt fólk. Þeir tala tungumál af finnsk-ungverskum uppruna. Síðastliðin. 800 ár hafa Eistlendingar aðeins verið sjálfstæð þjóð í um 35 ár. Landið er mjög flatt og þar er að finna 1400 vötn og 1500 eyjar. Tallinn er ein best varðveitta miðaldarborg Evrópu. Þetta er gömul rómantísk borg með gráum turnum og rauðum tígulsteinsþökum, þröngum steinalögðum götum og himinháum varnarvirkjum. Margir ferðamenn leggja nú leið sína til Tallin og 15% þjóðarframleiðslu landsins kemur frá ferðamannaiðnaðinum. Lettland. Höfuðborg er Ríga. Fjöldi íbúa: ca. 2,4 milljónir. Meira en 40 % Lettlands er skógi vaxið og Lettar því miklir útflytjendur timburs, byggingarefnis og annarra trjávara. Samt sem áður búa flestir Lettar í borgum. Þriðjungur íbúanna býr í höfuðborginni Ríga. Um 30 % íbúanna eru Rússar sem hafa búið þarna síðan landið var hluti af Sovétríkjunum Litháen. Höfuðborg er Vilníus. Fjöldi íbúa: 3,7 milljónir. Litháen er syðst Eystrasaltslandanna þriggja. Landið var miðstöð valds og áhrifa á þessu svæði á 14. og 15. öld. Þegar litið er á landakortið má sjá að landfræðileg miðja heimsálfunnar Evrópu liggur um 25 km frá höfuðborginni Vilnius. Því hefur þar, í bænum Bermotai, verð gerður garður sem er kallaður ,,Europos Centréas?. Þar má sjá nútíma útilistaverk eftir listamenn víðsvegar að úr heiminum.   Löndin hafa verið fljót að tileinka sér tæknivæðingu og er t.d. internet notkun með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það er ákaflega þægilegt að vera þarna, mikið um góða veitingastaði og hámóðins verzlanir. Verðlag er mjög gott. Aðspurðir sögðu félagar okkar að glæpastarfsemi væri ekki áberandi, en það væri nokkuð vændi og svartamarkaðsbrask.   Í löndunum voru um 30 þús. félagsmenn í Rafiðnaðarsambandi viðkomandi lands, en í dag eru það einungis 7.000 félagsmenn í Lettlandi og 4.200 í Eistlandi, ekki kom fram hversu margir eru í Litháen. Þetta eru einvörðungu þeir rafvirkjar sem starfa við orkuverin. Áður voru öll rafiðnaðarfyrirtæki rússnesk, en nú eru þau horfin. Þegar löndin losnuðu undan oki Sovétríkjanna voru helstu ráðgjafar stjórnvalda Balkanlandanna frá Bandaríkjunum. Þeir fengu hinar nýju ríkisstjórnir til þess að reka mjög neikvæðan áróður gegn verkalýðsfélögum og starfsemi þeirra. En þeir þurftu svo sem ekki mikla hjálp, ekki verður hjá því litið að verkalýðsfélög í Austur Evrópu störfuðu við allt annað stjórnarfyrirkomulagi en við þekkjum. Laun, tryggingar, frídagar, veikindi, lífeyrisréttindi og allt sem lýtur að almennum kjarasamningum hjá okkur, var ákveðið einhliða af stjórnvöldum. Verkalýðsfélög sáu um orlofssvæði, uppákomur margskonar eins og t.d. 1. maí. Stjórnir verkalýðsfélaganna voru skipaðar kommissörum sem hugsuðu frekar um eigin hag en annarra. Þegar Sovétríkin flosnuðu upp gátu verkalýðsfélögin ekki boðið upp á neitt, og þau höfðu ekki neinn til þess að semja við. Það voru ekki til nein fyrirtæki og þaðan af síður samtök fyrirtækja. Sama staða er í dag. Heildarfélagatala í allri verkalýðshreyfingu þessara landa er í dag um 40 þús. í hverju landi.   Meðalmánaðarlaun í löndunum eru tæplega 40 þús. kr. og um 210 kr. á tímann. Meðalmánaðarlaun rafvirkja eru liðlega 50 þús. kr. og 290 kr. á tímann, alveg sama hversu lengi unnið er. Laun eru lægst í Litháen eða um 8% lægri. En þeir hafa mikla samkeppni frá vinnuafli sem kemur frá Úkraínu og Moldavíu þar eru laun um 13 þús. kr. á mán. Atvinnuleysi er um 9% í Eistlandi, um 13% í Lettlandi og eitthvað hærra í Litháen. Atvinnuleysisbætur eru 50% af fyrri launum í 3 mán. og 30% næstu 3 mán. Atvinnulífið greiðir 0.5% í atvinnuleysissjóð og launamenn 1%, auk þess fer ákveðið hlutfall af félagsgjaldi stéttarfélaga í atvinnuleysistryggingasjóð sem leiðir svo til þess að þeir sem eru félagsmenn fá hærri bætur. Mikið er um að laun séu greidd svart, í Lettlandi eru um 30% allrar launasummunnar svört sem hvergi kemur fram. Í Eistlandi hefur mikið áunnist við að lagfæra þetta og eru þeir komnir niður í að um 10% launasummunnar er svört.   Það virtist vera skoðun þeirra félaga sem við hittum að rafvirkjar á almennum vinnumarkaði ættu frekar að vera í samtökum byggingarmanna. Langalgengast er að stór byggingarfyrirtæki sjái um byggingar. Þau hafa sína eigin kjarasamninga sem þau setja upp sjálf og launamenn fá ekkert að koma nærri þeim. Ef þeir eru með eitthvert múður fá þeir ekki vinnu. Aðbúnaður og tryggingar starfsmanna er mjög lítil oftast engin. Nóg er af vinnuafli frá öðrum austantjaldslöndum. Það er greinilega mikið byggt þarna. Ef fulltrúar verkalýðsfélaganna fara á byggingastaði þá segja forsvarsmenn fyrirtækjanna hiklaust við sína starfsmenn að það þýði 5% launalækkun ef menn gangi í verkalýðsfélög og það renni einungis í vasa spilltra kommissara.  Helsta vandamál verkalýðshreyfingarinnar er að það er ekkert samstarf með fyrirtækjum og það er í raun engan að semja við. Ef gerður er samningur þá er hann við eitt fyrirtæki sem svo getur á engan hátt varið samninginn vegna takmarkalausra niðurboða annarra.   Menntakerfið í Balkanlöndunum er mjög svipað og okkar. 9 ára grunnskóli og 3 ár í viðbót í framhaldskóla. Að því loknu háskólanám. Fólk getur valið um 3ja ára verknámslínur í framhaldsskóla og farið svo í starfsþjálfun. Það eru greidd laun í starfsþjálfun en þau eru mjög lág. 70% verða að greiða alfarið fyrir háskólanám sitt en ríkið greiðir nám 30% nemenda. Feiknaleg samkeppni er á milli nemenda til að ná nægilega háum einkunnum til þess að komast í þann flokk. Tækniþróun er ör og til mjög hæft fólk og vel menntað. Margt af hæfasta fólkinu hefur leitað til annarra landa vegna hærri launa og betri aðstöðu. Þetta á við góða tæknimenn og eins lækna.   Samtök launamanna og fyrirtækja í Finnlandi með stuðningi finnskra stjórnvalda hafa farið mjög athyglisverða leið. Þau reka sameiginlega skrifstofu í Tallinn. Skrifstofan er í góðu sambandi við fjölmiðla, sjónvarps og útvarpstöðvar. Hún auglýsir mikið hvaða réttindi launamenn eigi að hafa fari þeir til vinnu í Finnlandi. Haft er samband við fyrirtæki sem eru að reyna að ná verkefnum í Finnlandi og þeim kynnt hver séu lágmarkslaun, lágmarkstryggingar og aðbúnaður. Skrifstofan hvetur alla sem telja að þeir hafi verið hlunnfarnir í launum eða öðru að hafa samband og hún leitar réttar baltneskra launamanna þeim að kostnaðarlausu. Farið er á vinnustaði og rætt við starfsfólk. Í mjög skemmtilegum og fróðlegum fyrirlestri forstöðumanns þessarar skrifstofu kom fram að þau hafi greint breytingu á viðhorfum baltneskra launamanna til verkalýðshreyfingarinnar. Þeir hafi fyrst verið mjög neikvæðir í garð stéttarfélaga og starfsmanna þeirra og alls ekki skilið hvers vegna í ósköpunum þeir ættu að ræða við þá um laun. En þegar þeir hefðu verið á norðurlöndunum við vinnu og kynnst því að stéttarfélögin séu að vinna að því að fá laun og aðbúnað lagfærðan þá hafi viðhorfið farið að breytast. Þetta hafi þeir svo rætt um við félaga sína þegar heim var komið.   Það hafa verið gerða kannanir á því hversu margir vilji fara að heiman og leita að vinnu. Einungis 8% af vinnuaflinu vill fara að heiman og leita að vinnu. Það er að stærstum hluta til ungt fólk sem ekki er komið með heimili og fjölskyldu. Fólk vill vera heima hjá sér og hafa vinnu þar. Það kom greinilega fram að það sé einnig töluvert á milli þess að vilja fara og fara. Í erindum félaga okkar frá hinum norðurlandanna kom glöggt fram að einstaklingarnir sem komi frá Balkanlöndunum séu ekki vandamál, þeir falli í hópinn á vinnumarkaðnum og gerist félagsmenn og fari gjarnan að kjarasamningum. Fyrirtæki sem eru að koma og taka að sér verkefni með miklum niðurboðum og neiti stéttarfélögum aðgang að starfsmönnum eru vandamálið. Reyndar verð ég að segja að við eigum við stærra vandamál að glíma hér á landi en félagar okkar og það eru viðhorf íslenskra stjórnvalda, þau eru einfaldlega allt önnur en hjá kollegum þeirra á hinum norðurlandanna. Það kom td fram að sá hræðsluáróður sem var rekinn við stofnun Evrópska bandalagsins um að hundruð þúsunda verkamanna frá Spáni og Portúgal myndu streyma norður, það hefur ekki gerst. Þetta fólk er eins við, það vill helst vera heima hjá sér og fer helst ekki í burtu frá fjölskyldu og heimili. Fram var lögð auglýsing frá Eistneskri lögmannastofu sem bauð hverskonar starfsfólk á góðum kjörum .Rafvirkja á 1.000 kr. á tíman. Þeir sem vildu nýta sér þessa þjónustu þurftu að sækja viðkomandi starfsmann út á flugvöll og sjá honum fyrir húsnæði og fæði. Fram kom að t.d. væru hjólhýsi mjög heppileg gistiaðstaða. Engar hömlur væru á lengd vinnutíma og ekkert yfirvinnuálag.Eistlandi. 11.06.04 Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?