Fréttir frá 2005

12 31. 2005

Til blaða- og öryggisfulltrúa Ísal

Á fjölmennum fundi iðnaðarmanna og verkstjóra þeirra hjá Ísal í gær komu fram aðvörunarorð frá mörgum fundarmana. Gætið ykkur á að nú mun hún Gróa á Leiti leggja af stað á sitt venjubundna ról frá skrifstofum Ísal og gefa í skyn um að hátterni viðkomandi starfsmanns hafi verið eitthvað ábótavant. Blaða- og öryggisfulltrúi munu eins og ætíð áður bera það út um svæðið að viðkomandi starfsmaður hafi verið áfengissjúkur, eða átt við geðræn vandamál að stríða, eða hann hafi borið á vinnustað vandamál af heimili sýnu. Eitthvað, bara eitthvað til þess að réttlæta ógeðfelldar gjörðir sínar.   Ég átti erfitt með að trúa þessum ummælum starfsmanna Ísal, en fékk staðfestingu í fréttum útvarps í gærkvöldi. Blaðafulltrúi Ísal mætti þar og gaf eitt og annað í skyn. Hann snéri hnífnum í sári hins niðurbrotna starfsmans og jós salti úr skjóðu sinni. Blaðafulltrúi Ísal var Gróa á Leiti eins og starfsmenn fyrirtækisins höfðu spáð fyrir um.Starfsmanni sem lendir í óhappi á vinnustað líður illa, ekki bara vegna sára sinna. Hann veltir fyrir sér hvort hann hefði getað brugðist með öðrum hætti við, eða voru það aðstæður sem urðu til þess að slysið átti sér stað. Öryggisfulltrúi Ísal hefur tamið sér að ganga á lagið og færa í skýrslur að slys hafi ætíð verið á þann veg að starfsmaðurinn hafi verið sökudólgurinn. Hann fer svo með skýrsluna til starfsmannsins og krefst undirritunar. Ef undirritun kemur ekki án mótmæla, er starfsmanni fylgt á dyr umyrðalaust. Á eftir honum er fleygt með þóttafullum hætti umslagi með launum uppsagnartímans. Skammastu þín þú ert sökudólgur!!   Þetta kom fram á fjölmennum fundi iðnaðarmanna og verkstjóra þeirra hjá Ísal í gær, um endurteknar fyrirvaralausar uppsagnir fyrirtækisins. Auk þess komu fram aðvörunarorð frá mörgum fundarmana. Gætið ykkur á að nú mun hún Gróa á Leiti leggja af stað á sitt venjubundna ról frá skrifstofum Ísal og gefa í skyn um að hátterni viðkomandi starfsmanns hafi verið eitthvað ábótavant. Blaða- og öryggisfulltrúi munu eins og ætíð áður bera það út að viðkomandi starfsmaður hafi verið áfengissjúkur, eða átt við geðræn vandamál að stríða, eða hann hafi borið á vinnustað vandamál af heimili sýnu. Eitthvað, bara eitthvað til þess að réttlæta ógeðfelldar gjörðir sínar.   Ég átti erfitt með að trúa þessum ummælum starfsmanna Ísal, en fékk staðfestingu í fréttum útvarps í gærkvöldi. Blaðafulltrúi Ísal mætti þar og gaf eitt og annað í skyn. Hann snéri hnífnum í sári hins niðurbrotna starfsmans og jós salti úr skjóðu sinni. Blaðafulltrúi Ísal var Gróa á Leiti eins og starfsmenn fyrirtækisins höfðu spáð fyrir um.   Hvað var blaðafulltrúi Ísal að gefa í skyn? Í viðtalinu viðurkennir blaðafulltrúi Ísal vitanlega að uppsögn vegna mótmæla starfsmanns á orðalagi í slysaskýrslu standist ekki. En hann réttlætir uppsögnina með því að gefa eitthvað annað í skyn. Blaðafulltrúanum ber skylda til þess að segja hvað. Það eru til margar vísur og ummæli um svona vinnubrögð. Í þeim öllum eru svona vinnubrögð dæmd sem óþverri af lægstu gerð.   Ég þakka fréttamönnum RÚV fyrir að útvarpa þessu og fletta ofan af blaðafulltrúanum. Blaðafulltrúi Ísal fór langt út fyrir öll mörk mannlegra samskipta. Ég ítreka einnig kröfu iðnaðarmanna og verkstjóra þeirra hjá Ísal um að fulltrúi Vinnueftirlits fari yfir allar slysaskýrslur Öryggisfulltrúa Ísal. Ísal verður að gera sér tak og virða lágmarksreglur um framkomu gagnvart starfsmönnum. Starfsmenn hafa sínar tilfinningar og vilja eins og við öll viðhalda sinni mannlegu reisn. Það er auðvelt að sparka í liggjandi mann. Blaða- og öryggisfulltrúar Ísal verða menn að minni í hvert sinn sem þeir gera það. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?