Fréttir frá 2004

03 1. 2004

Styrkir úr sjúkrasjóðnum

Spurt og svarað um réttindi í sjúkrasjóðnum Íþróttastyrkir Komið þið sæl. Hef áhuga á að fá mér árskort í Bláfjöll. Greiðir RSÍ ekki hlut af því ?   Sæll Jú þú átt getur rétt á styrk vegna þessa. Á heimasíðunni okkar stendur : Heimilt er að veita styrki vegna heilsutengdra forvarnaaðgerða, sjúkraþjálfunar og líkamsræktar félagsmanna. Félagsmaður á rétt á styrk vegna þessa hafi hann verið fullgildur félagsmaður næstliðið ár. Greiðslan nemur allt að helmingi framlagðs kostnaðar en þó aldrei hærra en kr. 10.000 á hverju almanaksári. Styrkur verður greiddur ef félagsmaður sýnir löggilta kvittun í frumriti þar sem fram kemur að hann hafi greitt fyrir sig kort í viðurkenndri líkamsræktarstöð eða íþróttafélagi, sundkort eða skíðakort að því tilskyldu að það sé til 3ja mánaðar eða lengur. Ef viðkomandi félagsmaður getur ekki lagt fram frumrit, skal hann leggja fram staðfest afrit þar sem kemur fram hversu mikið framlag vinnuveitanda er og gildir reglan hér að ofan, þ.e. styrkur getur aldrei orðið hærri en mest helming af eftirstöðvum. Einnig er veittur styrkur með sama hætti vegna forvarna varðandi hjartavernd og krabbameinsskoðana. Kv. GG --------------------------------------------------------------------------------------------------   Styrkir vegna veikinda barna Góðan daginn,   Ég er félagi hjá ykkur og var að velta einu fyrir mér. Hóf störf aftur í ágúst sl. eftir barneignafrí og síðan þá hef ég þurft að vera töluvert frá vinnu vegna veikinda sonar míns, er komin upp í tæpa 20 vinnudaga. Er hægt að sækja um styrk úr sjúkrasjóðnum ykkar til að bæta upp launatap?   Kv.KEÓ   Sæl Já þú getur átt rétt á styrk, ég skal koma þessu tl úthlutunarnefndarinnar. Kv GG --------------------------------------------------------------------------------------------------     Kostnaður vegna lyfja og fl. Komið þið sæl Ég fékk flensu og vírus í hjartað þann og varð frá vinnu af þeim sökum. Nú hef ég sjálfur þurft að greiða nokkurn kostnað vegna þessa. Þám, læknakostnað, sjúkrabíl og lyfjakostnað. Mín fyrirspurn er hvort félagið taki einhvern þátt í þessum kostnaði ? Kv Zx   Sæll Já það gerum við, þú þarft að senda hingað frumritin að reikningunum Kv GG --------------------------------------------------------------------------------------------------     Barnavagnakaup. Góðan daginn Eruð þið með styrki vegna barnavagnakaupa einsog aðrir sjúkrasjóðir. Kv ein sem á von á sér.   Sæl Nei það erum við ekki. Eftir því sem ég best veit þá eru það mjög fáir, ef þá einhverjir sjúkrasjóðir sem eru með svona styrki. Kv GG --------------------------------------------------------------------------------------------------   Gleraugnakaup Sæll Guðmundur Hér er ég með gott dæmi, þar sem hið öfluga xxxfélag í Reykjavík stendur myndarlega að málum, fyrir sína félagsmenn. Er ekki komin tími á að þið geri slík hið sama varðandi gleraugnakaup ykkar félagsmanna? Með bestu kv. Zx   Sæll Zx Mér finnst að ættir að kynna þér betur bótakerfi RSÍ áður en þú lætur fara frá þér svona yfirlýsingar. Þing RSÍ og sambandstjórnarfundir RSÍ setja reglur um hvaða bætur eigi að greiða í sjóðnum. Síðan er úthlutunarnefnd sem útfærir starfsreglur sjóðsins í samræmi við reglugerðina. Þannig er þetta að ég held hjá flestum sjóðanna. Það er mismunandi milli sjóða á hvað menn leggja áherslu á . Sumir sjóðanna hafa valið að styrkja atriði sem aðrir vilja telja að sé á mörkum tilgangs sjóðanna. Þeir sjóðir sem það gera lækka þá aðrar bætur eins og t.d. veikinda- og sjúkradagpeninga, dánar- og útfarastyrki, sjúkradagpeninga, styrki vegna lyfjakostnaðar eða ferðakostnað þurfi sjóðsfélagi að ferðast til þess að komast til lækninga til þess að geta styrkt aukaatriði. Í þessu sambandi má t.d. benda á gleraugnakaup eða barnavagnakaup og svo framvegis án þess að ég ætli að fara út í ítarlegan samanburð. Enda er það ekki í mínum verkahring að fara leggja mat á hvað aðrir sjúkrasjóðir eigi að gera.   Í þessu sambandi má einnig benda á að í sumum sjúkrasjóðum er það þannig að ef þú færð styrki til einhvers þá ertu þú að fyrirgera rétti til annarra styrkveitinga, þú þarft að velja á milli. Í sumum sjóðum þarft þú að vera í lengri tíma en hjá RSÍ sjóðnum til þess að ná fullum rétti. Einnig má benda á að í reglugerð RSÍ eru ákvæði um stuðning við heimili ef þau lenda í vandræðum vegna langtímaveikinda barna eða maka. Einnig má benda á styrki vegna aðgerða sem viðkomandi þarf að fara í en þarf að greiða að einhverju eða mestu leiti sjálfur, eins og er svo vaxandi núna. Einnig má benda á að RSÍ er landsfélag og þarf að greiða umtalsverða ferðastyrki, á meðan sum félög eru einungis staðbundin í Reykjavík.   Allt þetta hefur verið upp á borðum úthlutunarnefndar RSÍ. Hún hefur í samráði við sambandsstjórn RSÍ ákveðið að lækka ekki styrki, til þess að geta styrkt aukaatriði vegna þess að hún hefur metið svo að það komi okkar fólki og fjölskyldum þeirra betur að fá hærri styrki ef þeir eru veikir eða lenda í slysum, sjálfir, börn þeirra eða makar.   Styrkir frá RSÍ eru þeir hæstu sem þekkjast og eru þeir búnir að bjarga mörgum heimilum frá vandræðum. Það hefur farið fram mjög ítarleg umræða um þetta inna RSÍ og ég hef ekki heyrt að það sé nokkur vilji til þess að taka upp aukaatriða styrki á kostnað þeirra styrkja sem nú eru. Ástæða er að geta þess að þar er ekki að sakast við starfsfólk RSÍ. Ef félagsmenn vilja breyta núverandi styrkjakerfi þá verða þeir að koma þeim óskum á framfæri við miðstjórn, sem kemur því inn á næsta sambandsstjórnarfund RSÍ. Með félagskveðjum GG

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?