Fréttir frá 2004

09 28. 2004

Ákvæðisvinnustofa rafiðna opnuð að nýju

SART og RSÍ hafa ákveðið að sameinast aftur um rekstur Ákvæðisvinnustofu og hefur verið ráðinn starfsmaður  Sameignlegum rekstri Ákvæðisvinnustofu rafiðna (ÁR) var hætt fyrir um áratug og ákveðið að RSÍ og SART tækju þessa starfsemi inn á skrifstofur sínar. Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hefur verið unnað að því að endurskoða taxtakerfið og koma því á netið. Mun það liggja þar miðlægt og geta fyrirtækin og sveinar fengið aðgangsorð og fengið úthlutað lokuðum athafnasvæðum til þess að setja upp gert sín verk þar og fengið uppgjör.   Í viðræðum milli SART og RSÍ hefur verið ákveðið að sameinast aftur um rekstur Ákvæðisvinnustofunnar og kynningu á taxtanum. Ólafur Sigurðsson hefur verið ráðinn starfsmaður og opnar stofan að nýju 1. okt. næstk í Borgartúni 35. Síminn er 591-0150. Netfang ÁR er (www.ar.is), póstfang starfsmanns er olafur@ar.is.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?