Fréttir frá 2004

10 8. 2004

Enn um Sólbaksmálið

Vegna ummæla bæjarstjóra Akureyrar í fjölmiðlum er ástæða að taka eftirfarandi framSú grein sem birt var á heimasíðunni í gær um fangelsanir á forystumönnum sjómanna, var borinn undir þá aðila sem í voru á staðnum áður en hún  var birt. Einnig var samningaferlið sem lýst er í greininni borið undir lögmenn ASÍ, þannig að örugglega væri farið rétt með. Allir þessir aðilar staðfestu að allt sem fram kæmi í greininni væri rétt. Einnig er ástæða að geta þess að það hefur komið fram frá aðilum að bæjaryfirvöld sendu frá sér kröfu um að sýslumaður sjá til öryggisatriði væru í lagi og í samræmi við hafnarlög eða með örðum orðum aðfjarlægja sjómenn af höfninni. Afstaða bæjarstjórnar verður á engan veg öðru vísi skilin en á sama veg og sýslumaður og lögreglan og svo við hin í landinu gerðum. Bæjarstjórnin er að reyna að koma sök á aðra sem saklausir.  Möo ég stend fyllilega við allt sem í greininni stendur. Ég kemst ekki hjá því undrast hvernig RÚV tók á málinu. Umsagnir fréttastofunnar um að þeir hefðu undir höndum eitthvert bréf sem ég hefði sent bæjarstjóranum. Greinin var send fjölmiðlum, þám RÚV og ritara bæjarstjóra til þess að vekja athygli á málinu merkt "af heimasíðu rsí". Í þessu sambandi má einnig benda á einkennilega afstöðu LÍÚ.  Guðmundur Gunnarsson       

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?