Fréttir frá 2004

10 16. 2004

Undirbúningur kjarasamninga hafinn

Fram að áramótum renna margir af kjarasamningum RSÍ út. Þessir kjarasamningar ná til um helmings félagsmanna RSÍ eða liðlega 2000 manns. Í nóvember og desember renna út margir af kjarasamningum RSÍ og eins vinnustaðasamningum sem við erum með í samfloti við önnur stéttarfélög. Hér er um að ræða samninga við RARIK, Landsvirkjun, Landssímann, Norðurorku og svo verksmiðjusamningana Alcan (Ísal), Járnblendið, Norðurál ofl. Þessir samningar eru allir svokallaðir fastlaunasamningar, þeas með mótuðum launakerfum og starfsaldurshækkunum. Reyndar höfum við unnið að því að opna þá með því að hafa launakerfin víðfeðmari, þeas með "ónotuðum" launaflokkum. Það er jú gert til þess að losa vinnuveitendur undan þeirri "áþján" að geta ekki greitt hærra laun en samið er um, sakir þess að ekki séu til launaflokkar í umsömdu launakerfi.   Trúnaðarmenn okkar hafa ásamt starfsmönnum sambandsins unnið að mótun krafna. Auk þess gerir hagdeild RSÍ nákvæmar kannanir á launaþróun yfir síðasta samningstímabil. Það verður að gera sakir þess að í þessum launakerfum fá launamenn oftast einungis umsamdar launahækkanir og búa í flestum tilfellum ekki við launaskrið utan skilgreindra starfsaldurshækkana.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?