Fréttir frá 2004

10 22. 2004

Aths. vegna ræðu formanns RSÍ hjá Frjálshyggjufélaginu - Mismunur á fastlaunakerfum og opnum launakerfum

Greinilegt er að ræða formanns RSÍ hjá Frjálshyggjufélaginu hefur vakið athygli og umræður. Sumir hafa túlkað ræðuna sem gagnrýni á samninga VR, en því fer fjarri að svo sé. Enda er VR með samskonar samningsform og RSÍ er með almennum markaði.Inngangur. Hér er einnig fjallað ítarlega um mismun á fastlauna- og opnum launakerfum  Greinilegt er að ræða formanns RSÍ hjá Frjálshyggjufélaginu hefur vakið athygli og umræður. Sumir hafa túlkað ræðuna sem gagnrýni á samninga VR, en því fer fjarri að svo sé. Enda er VR með samskonar samningsform og RSÍ er með almennum markaði. En VR gekk lengra og sleppti lágmarksákvæðum í sumum samninga sinna. Svo sem áhugaverð tilraun, en hún heppnaðist ekki. Hópar af þeirra sem minnst mega sín fengu þá engar launahækkanir og VR varð í vor að semja um sérstakar bætur til þessa fólks og setja fram kröfur um að í samningum félagsins séu ákvæði um lágmarkslaun og hækkanir.   Einnig blasir við sú staðreynd að það er einvörðungu við ákveðin skilyrði sem opnir kjarasamningar ganga. Þar sem atvinnuástand er gott og launamenn eiga gott með að skipta um atvinnu séu þeir ekki sáttir. Verzlunarkona á Hólmavík fer ekkert, hún verður að sætta sig við umsamda lágmarkslaunataxta og umsamdar lágmarkslaunahækkanir, eins og kom fram í ræðunni. Á grundvelli þessara staðreynda er það einkennilegt að heyra forsvarsmenn frjálshyggju endurtaka það í hverjum umræðuþættinum á fætur öðrum að kjarasamningar séu óþarfir og vitna til reynslu VR. En sleppa þessari staðreynd.   Það er einnig annað sem full ástæða er að vekja athygli á. Mörgum hættir til þess að leggja að jöfnu lágmarkstaxta opinna kjarasamninga og fastlaunasamninga. Á þessu er grundvallarmunur. Í opnum kjarasamning er einvörðungu um gólf að ræða. Í fastlaunasamning eru margir launataxtar, ákveðnar hækkanir milli flokka eftir því hvers eðlis störf eru, starfsaldurshækkanir og margskonar ákvæði um bónusa. Ef bera á saman laun á þessum samningum verður að bera saman regluleg meðallaun sambærilegra starfa, allt annað segir ekkert til um launakjör.   Einnig er ástæða að geta þess að á fastlaunasamningum fá launamenn einvörðungu umsamdar launahækkanir á samningstímanum, auk starfsaldurshækkana. Ef atvinnuástand er gott verður launaskrið oft meira á almennum markaði en umsamdar launahækkanir, sem kallar svo vitanlega á að launamenn á fastlaunasamningum gera kröfur um meiri hækkanir en um er samið var um í opnu samningunum, svo þeir dragist ekki aftur úr. Í þessu sambandi er eðlilegast að benda á kröfur þingmanna, en þeir eru á fastlaunakerfi, en hafa fengið margfallt meiri launahækkanir undanfarna samninga en um var samið á almennum markaði. Sakir þess, svo vitnað sem ma til ummæla helsta forsvarsmanns þeirra Péturs Blöndal; "Við höfum dregist svo mikið aftur úr sambærilegum hópum". Því er áhugavert að velta því fyrir sér hvað þingmenn eiga við þegar þeir tala um að lögsetja launahækkanir kennara og þær verði svipaðar og aðrir fengu. "Hvaða aðrir?" spyrja launamenn.   Við samningsgerð hjá RSÍ er þetta reiknað út af mikilli nákvæmni af hagfræðing RSÍ og borið undir hagfræðinga mótaðila. Þetta var t.d. ástæða þess mismunar sem var í vor á launahækkunum almenna samnings RSÍ og svo samningnum við Fjármálaráðuneytið og Orkuveituna, sem báðir eru fastlaunasamningar, á meðan almenni samningurinn er opinn markaðslaunasamningur eins og áður hefur komið fram.22.10.04 gg.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?