Fréttir frá 2004

10 23. 2004

Sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík

Nú hefur verið ákveðið að sameina Háskólann í Reykjavík og Tækniháskólann. Það er óumdeilt að aðfararnám í Tækniskólanum hefur verið mörgum iðnaðarmanninum verðmætt. Miðstjórn RSÍ fjallaði um málið á fundi sínum þ. 22. okt.Nú hefur verið ákveðið að sameina Háskólann í Reykjavík og Tækniháskólann. Verkalýðshreyfingin hefur ætíð litið til THÍ sem þann skóla á háskólastigi sem hefur staðið henni næst. Það er óumdeilt að aðfararnám undir tækninám hefur verið mörgum iðnaðarmanninum verðmætt. Að eiga kost á lánshæfu samfelldu aðfararnámi hefur bæði gert fjölskyldumönnum kleift að halda áfram og veitt gott aðhald. Að því leiti hefur aðfararnámið við THÍ haft kosti umfram þá aðferð að sækja viðbótina í bútum í fjölbrautakerfið. Rafiðnaðarmenn hafa ætíð haft mikil samskipti við Tækniháskólann og haft áhuga á að vegferð hans sé sem mest. Á því er engin vafi að sameining við Háskólann í Reykjavík getur orðið skólanum góður áfangi til þess að ná lengra á sínu sviði.   Rekstrardeild THÍ hefur verið stærsta deildin. Hún hefur einnig skilað samfélaginu miklum verðmætum. Í þá deild hefur einkum sótt fólk sem hélt ekki áfram námi eftir framhaldsskóla eða lauk ekki námi á háskólastigi, en ákveður eftir viðveru á vinnumarkaði að bæta við sig námi.  THÍ hefur verið sá skóli sem þetta fólk hefur leitað í. Hópurinn hefur verið að meðaltali 5 til 10 árum eldri en hópar í háskólanámi í viðskiptum við t.d. HR og HÍ. Bifröst hefur ekki haft samsvörun við THÍ að þessu leiti en þó komist næst. Það vakti því athygli miðstjórnar RSÍ að í yfirlýsingu þeirra sem standa að sameiningunni kemur fram að mestir möguleikar séu á hagræðingu í viðskiptanámi hins sameinaða skóla. Það vekur spurningar um hvort að í hinum nýja skóla sé ekki skilningur á að mæta þörfum, eða vera með það viðmót sem þessi hópur hefur talið vera í THÍ og hefur laðað hann til skólans. Hagræðing gæti leitt til þess að sérkenni eyðist og markhópurinn hverfi.   Eins vakti það athygli að hjá menntamálaráðherra kom fram að aðilar vinnumarkaðs taki nú við þessum skólum. Í því sambandi má benda á að samtök launamanna fengu ekki aðkomu að þessu máli þrátt fyrir ítrekaðar óskir. Rafiðnaðarsamband Íslands óskar nú sem fyrr að vegur tæknináms verði sem mestur hér á landi og væntir þess að samstarf við skólann verði sem mest. Þar vill RSÍ benda sérstaklega á mögulega samþættingu meistaraskóla rafiðngreina og rafiðnfræðingsbrauta með það að markmiði að þar sé opin braut til þess framhaldsnáms sem margir rafiðnaðarmenn hafa farið í gegnum Tækniháskólann. 22.10.04 gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?