Fréttir frá 2004

11 6. 2004

Þjófar í jakkafötum-fram með hina réttu sökudólga

Eðli málsins samkvæmt voru allnokkrar umræður um mál olíufélaganna á ráðstefnu trúnaðarmanna RSÍ 4.-5. nóv.á Selfossi bæði í ræðupúltinu og ekki síður manna á meðal í hléum.  Eðli málsins samkvæmt voru allnokkrar umræður um mál olíufélaganna á ráðstefnu tæplega 100 trúnaðarmanna RSÍ 4.-5. nóv.á Selfossi bæði í ræðupúltinu og ekki síður manna á meðal í hléum.  Þar kom ma fram að þó svo að ekki sé ljóst hversu marga milljarða olíufélögin stálu af landsmönnum, þá segi þau gögn sem nú liggja fyrir um vinnubrögð og viðhorf þessara manna og um sök þeirra og eindregin brotavilja.  Þarna eru í aðalhlutverkum forstjórar og stjórnir olíufélaganna, sem með ótrúlega ósvífnum hætti gera allt sem á þeirra valdi er til þess að ná olíuverði upp, ekki bara hér á landi heldur víðar þar sem íslendingar verzluðu.   Menn sem hafa verið og eru þungaviktarmenn í forystu Verzlunarráðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.  Menn sem hafa í ræðu og riti og í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum undanfarna áratugi lýst baráttu sinni fyrir eðlilegum verzlunarháttum og frjálsri samkeppni.  Nú hafa landsmenn fengið staðfestingu á því sem þá hefur reyndar lengi grunað, að þarna fara menn sem ekki er hægt að nota önnur orð yfir en að þar fari óprúttnir þjófar.  Ekki er að marka eitt orð af því sem þeir hafa sagt, það eina sem fyrir þeim hefur vakað er að tryggja einokunaraðstöðu sína og hrifsa til sín sem mest fjármagn.  Ekki bólar á nokkurri samfélagslegri ábyrgð meðal þessara manna, þó svo þeir gegni stöðum ofarlega í þjóðfélaginu og hafi þar mikil áhrif.  Það er mjög erfitt að efast um annað en að forystu ríkisstjórnarflokkanna hafi alla tíð verið kunnugt um framferði olíufélaganna, eða að minnsta kosti haft grun um að ekki væri allt með felldu.  ?Hvers vegna var þetta látið afskiptalaust??, spurðu fundarmenn.  Eru þarna ekki stærstu stuðningsaðilar þessara stjórnmálaflokka?  Einnig er hægt að benda á þá stöðu sem tryggingarfélögin hafa komið sér í og það afskiptaleysi sem þau lifa við, þrátt fyrir beiðnir um athuganir.   Það var álit margra að umtalsvert verðfall hefði átt sér stað á fréttaskýringaþáttum sjónvarpstöðvanna, þegar þáttastjórnendur tóku sig til og reyndu að því virðist að koma allri sök á borgarstjórann í Reykjavík.  Það er engin launung á því að hann var starfsmaður hinna siðspilltu jakkaklæddu þjófa sem skipuðu honum til verka.  Borgarstjórinn ber vitanlega ábyrgð á gjörðum sínum og hlýtur að skoða stöðu sína vel.  En gera verður þær kröfur til fréttastofanna, að þær dragi fram hina réttu sökudólga.  Það er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir þreki borgarstjórans að standa frammi fyrir alþjóð undir svæsnum dómum í formi síendurtekinna spurninga/fullyrðinga þáttagerðarmanna sem fóru hamförum.  ?Á kannski að grilla afgreiðslumennina á benzínstöðvunum næst??, spurðu sumir.  Og sumir þeirra sem höfðu verið harðir á því að borgarstjórinn hætti strax, fóru að velta því fyrir hvort ekki væri rétt að hann væri áfram eitthvað lengur.  Ofsafenginn atgangur sjónvarpmanna virkaði öfugt á menn. Eru þeir búnir að taka sér dómaravald?   Á trúnaðarmannaráðstefnunni kom glöggt fram það álit að miðstjórn ASÍ verði að taka málið fyrir og láta skoða gaumgæfilega hvort ekki sé hægt að koma lögum yfir aðalmennina.  Þeir eiga ekki að komast upp að skýla sér bak við einn fyrrverandi starfsmann sinn  með aðstoð þáttagerðarmanna sjónvarpstöðvanna.  Hvað með samfélagslega ábyrgð þessara stórfyrirtækja?  Hvernig ætla þau að skila almenningi þeim fjármunum sem teknir voru.  Það er reyndar ekki bara þeir, of hátt benzínverð hefur áhrif í hagkerfinu og leiðir ma til hærri skulda og meiri vaxtagreiðslna.  Hvað með ábyrgð dómsmálaráðherra og viðskiptaráðherra?  Athygli manna hlýtur að beinast að þeim.  Þeir ættu eðli málsins samkvæmt að velta því alvarlega fyrir sér að segja af sér.  Af hverju eru þeir ekki grillaðir í fréttaskýringaþáttunum?   Hvernig er með helstu forsvarsmenn verzlunaráðs og frjálshyggjunnar. Hér er greinilega um að ræða skipbrot þeirra og þess boðskapar sem þeir hafa haldið fram. Þar væri verðugt verkefni fyrir þáttagerðarmenn að rifja upp boðskap þessara manna og fullyrðingar á undanförnum árum um að allt sé í lukkunnar velstandi og það sé hrein firra að olíufélögin hafi rangt við. Látum þá fara í gegnum grillið í Kastljósinu. Borgarstjórn Reykjavíkur á að taka til endurskoðunar þær lykillóðir sem þjófafyrirtækin hafa komið afgreiðslustöðvum sínum fyrir.  Það á að endurúthluta þeim til þess örlitla félags sem með veikum hætti er að berjast við þau.  Í lokinn má greina frá því að talið barst að gaseinkasölunni sem er sameign olíuþjófanna. Þar kom fram að á Spáni sem sumir hafa dvalið í sumarleyfum kosti gaskútar nálægt 10 sinnum minna en hér á landi.Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?