Fréttir frá 2004

11 6. 2004

Kosning til miðstjórnar ASÍ.

Á trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ voru nokkrar umræður um nýliðin ársfund ASÍ. Var ma rætt um kosningar til miðstjórnar ASÍÁ trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ voru nokkrar umræður um nýliðin ársfund ASÍ. Var ma rætt um kosningar til miðstjórnar ASÍ. Bókagerðarmenn gengu nú í ASÍ, það samdóma álit ráðstefnunnar að það væri fagnaðarefni að svo öflugur hópur komi aftur til liðs við ASÍ. Fulltrúar rafiðnaðarmanna á ársfundinum lögðu til að bókagerðarmenn fengju miðstjórnarsæti. Það var gert á grundvelli þess að eðlilegt og reyndar venja fyrir því að í miðstjórn sætu amk einn fulltrúi frá hverjum starfsgeira. Svo einkennilegt sem það nú var lögðust verzlunarmenn og fulltrúar Starfsgreinasambandsins gegn því og báru fyrir sig harla einkennileg rök og höfðu undirbúið málið á afskaplega vafasaman hátt. Þeir völdu frekar þann kostinn að fjölga fulltrúum sínum í miðstjórn. Þessir tveir hópar eru langstærstu hóparnir innan ASÍ og geta vitanlega ráðið þessu. Trúnaðarmenn RSÍ voru sammála ársfundarfulltrúum RSÍ að það væri ekki til þess að styrkja stoðir og samheldni innan ASÍ þegar hinir stóru beittu valdi sínu til þess að koma í veg fyrir að sjónarmið allra hópa gætu komið fram í miðstjórn ASÍ.   Mörgum var vel í minni hvernig tilvist Matvís var tekið á sínum tíma og baráttu þeirra fyrir tilveru og sjálfstæði sínu. Rafiðnaðarmenn tóku mál þeirra upp á sínum tíma og töldu eðlilegt að þeir fengju sæti í miðstjórn. Gegn því var barist af hinum stóru, en við náðum okkar fram. Sjónarmið rafiðnaðarmanna var þá og er enn að í miðstjórn ASÍ fari fram umræður um stefnumótun sambandsins og þar þyrftu að eiga greiðan og öruggan aðgang allir helstu hópar innan ASÍ. Nú vildi svo vel til að búið væri að fækka forsetum um einn og væri laust sæti. Rödd Starfsgreinasambandsins heyrðist vel í miðstjórn af þeim 5 miðstjórnarmönnum sem það ætti, ástæðulaust væri að fjölga þeim í 6. Þegar eitt samband væri komið nánast með hreinan meirihluta í miðstjórn myndi það hafa letjandi áhrif á þátttöku annarra í miðstjórn og koma þar með í veg fyrir þá málefnalegu umræðu sem væri samtökum íslenskra launamanna lífsnauðsyn. 06.11.04.g.g.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?