Fréttir frá 2004

11 6. 2004

Vel heppnuð trúnaðarmannaráðstefna RSÍ

Það er fastur liður í félagslegri starfsemi RSÍ að kalla saman á haustin alla trúnaðarmenn rafiðnaðarmanna. Nú var ráðstefnan haldin á Selfoss Það er fastur liður í félagslegri starfsemi RSÍ að kalla saman á haustin alla trúnaðarmenn rafiðnaðarmanna. Nú var ráðstefnan haldin á Selfoss og mættu þar tæplega 100 trúnaðarmenn. Að lokinni setningaræðu formanns tók gestur ráðstefnunnar til máls. Að þessu sinni var það Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar.   Össur flutti snjalla og skörulega ræðu og fór þar ma ítarlega yfir stöðu mála á hinu pólitíska sviði. Hann fór yfir þær deilur sem áttu sér stað fyrr á þessu ári í fjölmiðladeilunni og hrósaði RSÍ fyrir þátt sambandsins. RSÍ hefði margoft sýnt það eitt stéttarsambanda að þora að taka málefnalega afstöðu og láta hana koma fram. RSÍ væri nefnt sterkasta stéttarsambandið, amk benti margt til þess að eitthvað væri hæft í því. Nú virtist markmið ríkisstjórnarinnar vera að ná sér niðri á þjóðinni sem hefði unnið sér það til saka að þvinga ríkisstjórnina til þess að draga tilbaka fjölmiðlalög sem voru því markmiði einu sett, að draga úr málfrelsi þjóðarinnar. Nú ætti að breyta stjórnarskránni og virtist helsta markmiðið ekki vera að tryggja þjóðinni réttabætur, heldur ná sér niðri á henni og forsetanum. Réttur fólksins til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu er eitt og réttur forsetans til þess að skjóta málum til þjóðarinnar er annað. Ríkisstjórnin stillir þessu upp sem tveim andstæðum valkostum. Össur gagnrýndi stjórn efnahagsmála og eins tók hann undir þá gagnrýni sem verkalýðshreyfingin hefur sett fram á því hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á málum gagnvart erlendu verkafólki. Fram kom hjá Össur að ef litið væri til þeirra áherslna sem fram kæmu hjá samtökum launamanna þá ættu þau og Samfylkingin góða samleið.   Að loknum setningaræðum var nýr mynddiskur um störf í rafiðnaðargeiranum forsýndur. RSÍ og aðildarfélög hafa látið vinna þennan margmiðlunardisk í tilefni af 100 ára afmæli rafmagns hér á landi. Diskurinn verður sendur þegar hann er tilbúinn til allra grunnskóla í landinu og víðar.   Seinni dagur hófst með yfirferð á rekstraráætlun RSÍ 2005 og síðan var farið ítarlega yfir starfsemi RSÍ hún skýrð og reglugerðir sjóða sambandsins. Að því loknu settust  samninganefndir að vinnu við kröfugerðir. En nú standa yfir eða eru að hefjast viðræður um endurnýjum samninga RSÍ við Landsvirkjun, RARIK, Norðurorku, Selfossveitur, Kvikmyndahúsin, Íslenska útvarpsfélagið, Landsímann og svo allar verksmiðjurnar. Þessir samninga ná til um helmings félagsmnanna RSÍ. Auk þess flutti Stefán Úlfarsson hagfræðingur ASÍ erindi eins getið er á öðrum stað hér á heimasíðunni. Í lok ráðstefnunnar kom Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ og sat í panel um starfsemi ASÍ og sameiginleg verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Þar var mest rætt um hagstjórn núverandi ríkisstjórnar, störf erlendra launamanna hér og aðkomu félagsmálaráðuneytis að þeim málum. Fjallað um stuld olíufélagnanna frá landsmönnum, en um það er fjallað á öðrum stað hér á heimasíðunni. Einnig var farið yfir störf síðasta ársfundar ASÍ eins og fjallað er um á öðrum stað hér á heimasíðunni.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?