Fréttir frá 2004

11 9. 2004

Vinnueftirlitið og Reykjavíkurborg dæmd til þess að greiða rafvirkja 21 millj.kr. slysabætur og 3 millj kr. í miskabætur

Í ágúst árið 2000 var rafvirki að störfum á þaki lyftustóls í húsi sem Reykjavíkurborg á. Lyftan fór af stað og hann klemmdist milli stólsins og þaks hússins og slasaðist. Í ljós hefur komið að hann hefur hlotið varanlega örorku. Í ágúst árið 2000 var rafvirki að störfum á þaki lyftustóls í húsi sem Reykjavíkurborg á. Lyftan fór af stað og hann klemmdist milli stólsins og þaks hússins. Hann slasaðist og í ljós hefur komið að hann hefur hlotið varanlega örorku. Við athugun á vettvangi kom í ljós að rafvirkinn hafði fullnægt öllum kröfum um öryggisatriði. Einnig kom í ljós að Vinnueftirlitið hafði samþykkt frávik frá öryggisreglum án þess að fyrir því væru nokkur stoð í reglugerð. Heimild til undanþágu er skýrt afmörkuð í reglugerð. Reykjavíkurborg hafði ekki virt ákvæði reglugerða, ljóst var að öryggisbil fyrir ofan efstu stöðu lyftustóls var alltof lítið. Öryggisbúnaði var áfátt og engar merkingar voru til staðar sem kváðu um frávik. Allar aðstæður voru því hverjum þeim sem var við vinnu á þaki lyftustóls stórhættulegar. Rafvirkinn höfðaði mál og gerði kröfur um rúmlega 21 millj. kr. vegna 60% varanlegrar örorku með vöxtum og vegna miska tæp 3 millj. kr. Í dómi héraðsdóms 9. nóvember 2004 er fallist á kröfur rafvirkjans. Hann hafði fengið greidda slystryggingu og örorkubætur frá Lífiðn sem komu til frádráttar en Vinnueftirlitið og Reykjavíkurborg voru dæmd til þess að greiða það sem upp á vantaði eða 11.5 millj. kr. auk þess miskabætur upp á 3 millj. kr.  auk vaxta og verðbóta. Rafvirkinn hafði fengið gjafsókn úr ríkissjóð, en vegna niðurstöðu dómsins þá eru Vinnueftirlitið og Reykjavíkurborg dæmd til þess að greiða 800 þús. kr. í ríkissjóð vegna gjafsóknarinnar.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?